Deilt um Frank Sinatra 27. maí 2010 11:00 Scorsese vill gera Goodfellas-kvikmynd um Frank Sinatra en dóttir stjörnunnar er ekki hrifin af þeirri nálgun. Ævi ítalskættaða söngvarans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áberandi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinberum vettvangi, var bendlaður við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíómynd En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Kvikmyndir um tónlistarmenn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki alltaf upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveitasöngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Clooney sem bláskjá. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viðamikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekktur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitthvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveiflum eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scorsese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scorsese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera myndina á svipaðan hátt og Todd Haynes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smellpassaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sinatra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas"-kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann," sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoðunum. Golden Globes Tengdar fréttir Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Ævi ítalskættaða söngvarans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áberandi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinberum vettvangi, var bendlaður við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíómynd En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Kvikmyndir um tónlistarmenn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki alltaf upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveitasöngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Clooney sem bláskjá. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viðamikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekktur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitthvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveiflum eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scorsese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scorsese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera myndina á svipaðan hátt og Todd Haynes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smellpassaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sinatra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas"-kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann," sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoðunum.
Golden Globes Tengdar fréttir Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30 Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30