Aðildarumsókn er tímabær 15. júní 2010 06:00 Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð. Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta. Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar. Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast. Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur. Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð. Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta. Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar. Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast. Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur. Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar