Nýtt Icesave: Vextir lækka og höft afnumin fyrr 10. desember 2010 12:02 Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans." Icesave Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans."
Icesave Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira