Ísland og ESB - þjóðarumræða eða þöggun? Árni Þór Sigurðsson skrifar 3. júlí 2010 06:45 Samskipti Íslands og Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess hafa um langt árabil verið mikil. Hvort sem litið er til stjórnmálanna, menningar, sögu, viðskipta eða atvinnulífs. Ísland er Evrópuþjóð og skipar sér almennt á bekk með þeim. Tuttugu og sjö ríki hafa kosið að vinna náið saman innan Evrópusambandsins, mörg Evrópuríki standa utan bandalagsins, sum þeirra hafa sótt um aðild, önnur eru ekki á þeim buxunum. Samþykkt AlþingisÍsland sótti um aðild að ESB sl. sumar á grundvelli samþykktar Alþingis. Í vinnuferlinu innan Alþingis kom það í hlut utanríkismálanefndar að leggja meginlínur um hagsmuni Íslands í viðræðunum. Í áliti meirihluta nefndarinnar var stjórnvöldum settur ákveðinn rammi og lögð áhersla á að tryggja samfellda upplýsingagjöf frá framkvæmdavaldinu til löggjafans og samstarf þessara aðila ásamt víðtæku samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu. Afstaða þjóðarinnar til Evrópusambandsins hefur lengi verið mæld í gegnum skoðanakannanir. Um langt skeið var meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar, ef marka má kannanir, að við ættum að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hagsmuni okkar á þeim vettvangi. Það var t.a.m. staðan þegar Alþingi fól ríkisstjórninni að sækja um aðild. Nú blása aðrir vindar. Framganga Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, efnahagslegir erfiðleikar á evrusvæðinu o.fl. eiga vafalaust sinn þátt í þeirri þróun. Þessir vindar geta út af fyrir sig breyst aftur með skömmum fyrirvara. Ef einstakar skoðanakannanir eiga að ráða því hvort við erum með aðildarumsókn á borðinu í Brussel eða ekki, gætum við allt eins lent í þeirri stöðu að sækja um og draga umsókn til baka með jöfnu millibili. Það er ekki fýsilegur kostur og langt í frá trúverðugur fyrir land og þjóð. Vinstri græn og EvrópusambandiðÞað er öllum ljóst að ESB-umsóknin hefur reynst mínum flokki, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfið. Helgast það einkum af því að á sama tíma og flokkurinn hefur mótað þá stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan á flokkurinn aðild að ríkisstjórn sem á í aðildarviðræðum á grundvelli samþykktar Alþingis. Hagsmunamati VG hafa m.a. ráðið sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin, en einnig ýmsir aðrir þættir, s.s. samþjöppun valds andspænis valddreifingu, viðskiptamúrar, afstaðan til alþjóðahyggju o.fl. Í aðdraganda að umsókn Íslands bar gjaldmiðilsmálin hátt í umræðunni og margir hafa áreiðanlega horft til evrunnar sem sterks og stöðugs gjaldmiðils til lengri tíma litið og að hún gæti komið í stað hinnar flöktandi og veiku krónu. Við myndum núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu um umsókn að ESB og láta þannig meirihlutavilja Alþingis ráða för. Flokksráð VG og þingflokkur féllust á þessa málsmeðferð og báðir stjórnarflokkar áskildu sér rétt til að halda uppi sínum málflutningi. Meginatriðið er að Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður og þá samþykkt á að virða. Þetta mál þarf að útkljá á sómasamlega hátt svo það vofi ekki yfir okkur til langrar framtíðar. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem hafa efasemdir um eða eru alfarið andvígir aðild að ESB að málið sé til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þöggum ekki umræðunaVið Vinstri græn eigum að vera ódeig við að taka þátt í málefnalegri umræðu innan flokks og utan, beita rökum og afla sjónarmiðum okkar fylgis meðal þjóðarinnar, óháð því hvaða afstöðu hver og einn tekur þegar málið verður lagt fyrir þjóðina. Á landsfundi VG vorið 2009 var stefna flokksins gagnvart ESB-aðild áréttuð en jafnframt samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að opinni og lýðræðislegri umræðu um kosti og galla aðildar og að þjóðin ætti að ráða örlögum sínum í þessu efni. Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda. Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið. Tökumst á í þágu farsællar framtíðarÞað er eðlilegt að tekist sé á um Evrópusambandsaðild hér á landi. Í þeirri glímu verðum við að forðast kreddur, bæði þá að ESB bjargi hér öllu og eins hina að aðild að ESB sé upphaf og endir alls ills. Margvíslegir hagsmunir mæla gegn aðild eins og að ofan greinir en því verður ekki á móti mælt að aðildinni geta einnig fylgt ýmsir kostir, s.s. meiri efnahagslegur stöðugleiki en við búum við í dag, bætt viðskiptaumhverfi, pólitísk samleið með öðrum Evrópuþjóðum, ný og vonandi öflugri byggðastefna o.fl. Enda þótt við þekkjum innviði ESB og stefnu sambandsins í veigamiklum atriðum tel ég brýnt að við hefjum samningaviðræður og freistum þess að ljúka þeim með eins góðri niðurstöðu í okkar veigamestu hagsmunamálum og kostur er. Grundvallaratvinnugreinar, eins og sjávarútvegur og landbúnaður, eiga að fagna tækifærinu til að takast á um sína hagsmuni og skerpa þannig sýn og röksemdir, og vitaskuld er það ekki svo að í þessum greinum megi hvergi velta völum úr leið. En aðrir málaflokkar, eins og til að mynda byggðamál, umhverfismál, félagsleg réttindi og gjaldmiðilsmál, verða líka að fá gaumgæfilega umfjöllun. Um leið þurfum við að vinna hörðum höndum að endurmótun íslensks samfélags og koma okkur upp úr þeirri lægð sem við erum í sem þjóð, bæði í efnahagslegum og hugarfarslegum skilningi. Það er nefnilega þýðingarmikið að þegar þjóðin tekur ákvörðun um framtíð sína þá eigi hún val um tvo góða kosti, kosti sem hvor um sig yrðu farsælir fyrir íslenska þjóð. Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök, fjölmiðlar og fræðasamfélag bera mikla ábyrgð á því að svo verði. Það getur enginn óskað sér annars en að framtíðin verði björt og heillarík fyrir samfélag okkar og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Samskipti Íslands og Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess hafa um langt árabil verið mikil. Hvort sem litið er til stjórnmálanna, menningar, sögu, viðskipta eða atvinnulífs. Ísland er Evrópuþjóð og skipar sér almennt á bekk með þeim. Tuttugu og sjö ríki hafa kosið að vinna náið saman innan Evrópusambandsins, mörg Evrópuríki standa utan bandalagsins, sum þeirra hafa sótt um aðild, önnur eru ekki á þeim buxunum. Samþykkt AlþingisÍsland sótti um aðild að ESB sl. sumar á grundvelli samþykktar Alþingis. Í vinnuferlinu innan Alþingis kom það í hlut utanríkismálanefndar að leggja meginlínur um hagsmuni Íslands í viðræðunum. Í áliti meirihluta nefndarinnar var stjórnvöldum settur ákveðinn rammi og lögð áhersla á að tryggja samfellda upplýsingagjöf frá framkvæmdavaldinu til löggjafans og samstarf þessara aðila ásamt víðtæku samráði við hagsmunaaðila í samfélaginu. Afstaða þjóðarinnar til Evrópusambandsins hefur lengi verið mæld í gegnum skoðanakannanir. Um langt skeið var meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar, ef marka má kannanir, að við ættum að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hagsmuni okkar á þeim vettvangi. Það var t.a.m. staðan þegar Alþingi fól ríkisstjórninni að sækja um aðild. Nú blása aðrir vindar. Framganga Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, efnahagslegir erfiðleikar á evrusvæðinu o.fl. eiga vafalaust sinn þátt í þeirri þróun. Þessir vindar geta út af fyrir sig breyst aftur með skömmum fyrirvara. Ef einstakar skoðanakannanir eiga að ráða því hvort við erum með aðildarumsókn á borðinu í Brussel eða ekki, gætum við allt eins lent í þeirri stöðu að sækja um og draga umsókn til baka með jöfnu millibili. Það er ekki fýsilegur kostur og langt í frá trúverðugur fyrir land og þjóð. Vinstri græn og EvrópusambandiðÞað er öllum ljóst að ESB-umsóknin hefur reynst mínum flokki, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, erfið. Helgast það einkum af því að á sama tíma og flokkurinn hefur mótað þá stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan á flokkurinn aðild að ríkisstjórn sem á í aðildarviðræðum á grundvelli samþykktar Alþingis. Hagsmunamati VG hafa m.a. ráðið sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin, en einnig ýmsir aðrir þættir, s.s. samþjöppun valds andspænis valddreifingu, viðskiptamúrar, afstaðan til alþjóðahyggju o.fl. Í aðdraganda að umsókn Íslands bar gjaldmiðilsmálin hátt í umræðunni og margir hafa áreiðanlega horft til evrunnar sem sterks og stöðugs gjaldmiðils til lengri tíma litið og að hún gæti komið í stað hinnar flöktandi og veiku krónu. Við myndum núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu um umsókn að ESB og láta þannig meirihlutavilja Alþingis ráða för. Flokksráð VG og þingflokkur féllust á þessa málsmeðferð og báðir stjórnarflokkar áskildu sér rétt til að halda uppi sínum málflutningi. Meginatriðið er að Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður og þá samþykkt á að virða. Þetta mál þarf að útkljá á sómasamlega hátt svo það vofi ekki yfir okkur til langrar framtíðar. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem hafa efasemdir um eða eru alfarið andvígir aðild að ESB að málið sé til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þöggum ekki umræðunaVið Vinstri græn eigum að vera ódeig við að taka þátt í málefnalegri umræðu innan flokks og utan, beita rökum og afla sjónarmiðum okkar fylgis meðal þjóðarinnar, óháð því hvaða afstöðu hver og einn tekur þegar málið verður lagt fyrir þjóðina. Á landsfundi VG vorið 2009 var stefna flokksins gagnvart ESB-aðild áréttuð en jafnframt samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að opinni og lýðræðislegri umræðu um kosti og galla aðildar og að þjóðin ætti að ráða örlögum sínum í þessu efni. Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda. Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið. Tökumst á í þágu farsællar framtíðarÞað er eðlilegt að tekist sé á um Evrópusambandsaðild hér á landi. Í þeirri glímu verðum við að forðast kreddur, bæði þá að ESB bjargi hér öllu og eins hina að aðild að ESB sé upphaf og endir alls ills. Margvíslegir hagsmunir mæla gegn aðild eins og að ofan greinir en því verður ekki á móti mælt að aðildinni geta einnig fylgt ýmsir kostir, s.s. meiri efnahagslegur stöðugleiki en við búum við í dag, bætt viðskiptaumhverfi, pólitísk samleið með öðrum Evrópuþjóðum, ný og vonandi öflugri byggðastefna o.fl. Enda þótt við þekkjum innviði ESB og stefnu sambandsins í veigamiklum atriðum tel ég brýnt að við hefjum samningaviðræður og freistum þess að ljúka þeim með eins góðri niðurstöðu í okkar veigamestu hagsmunamálum og kostur er. Grundvallaratvinnugreinar, eins og sjávarútvegur og landbúnaður, eiga að fagna tækifærinu til að takast á um sína hagsmuni og skerpa þannig sýn og röksemdir, og vitaskuld er það ekki svo að í þessum greinum megi hvergi velta völum úr leið. En aðrir málaflokkar, eins og til að mynda byggðamál, umhverfismál, félagsleg réttindi og gjaldmiðilsmál, verða líka að fá gaumgæfilega umfjöllun. Um leið þurfum við að vinna hörðum höndum að endurmótun íslensks samfélags og koma okkur upp úr þeirri lægð sem við erum í sem þjóð, bæði í efnahagslegum og hugarfarslegum skilningi. Það er nefnilega þýðingarmikið að þegar þjóðin tekur ákvörðun um framtíð sína þá eigi hún val um tvo góða kosti, kosti sem hvor um sig yrðu farsælir fyrir íslenska þjóð. Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök, fjölmiðlar og fræðasamfélag bera mikla ábyrgð á því að svo verði. Það getur enginn óskað sér annars en að framtíðin verði björt og heillarík fyrir samfélag okkar og komandi kynslóðir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar