Biðin kostar sveitarfélögin hundruð milljóna 2. febrúar 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar