Samfélag fyrir alla 1. september 2010 06:00 Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk standi að því að veita verðlaun sem þessi. Það er okkar, sem á einhvern hátt erum fötluð, að gefa tóninn, leggja línurnar og vera í fararbroddi við að meta það sem vel er gert í okkar málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir vel unnin störf og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Til þess að gefa sem flestum færi á því að taka þátt í að velja verðlaunahafana leitar undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ til allra sem þekkja til og áhuga hafa á þessum vettvangi og hvetur þá til að stinga upp á verðugum fulltrúum. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækis/stofnunar og flokki umfjöllunar/kynningar. Þekkir þú einhvern sem þér finnst hafa staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks? Manstu eftir einhverju fyrirtæki eða stofnun þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar eða starfsmannastefnan tekur mið af því að fólk er margbreytilegt? Varð einhver bók, tímaritsgrein eða kvikmynd til þess að þú öðlaðist betri skilning og þekkingu á málefnum fatlaðs fólks? Þessi atriði og ótal mörg önnur gætu legið tilnefningum til grundvallar. Allar upplýsingar um hvernig skila skal inn tilnefningum má finna á vef Öryrkjabandalagsins, www.obi.is, en skilafrestur er til 15. september. Taktu þátt í því með okkur að veita þeim viðurkenningu sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að hér verði eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk standi að því að veita verðlaun sem þessi. Það er okkar, sem á einhvern hátt erum fötluð, að gefa tóninn, leggja línurnar og vera í fararbroddi við að meta það sem vel er gert í okkar málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir vel unnin störf og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Til þess að gefa sem flestum færi á því að taka þátt í að velja verðlaunahafana leitar undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ til allra sem þekkja til og áhuga hafa á þessum vettvangi og hvetur þá til að stinga upp á verðugum fulltrúum. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækis/stofnunar og flokki umfjöllunar/kynningar. Þekkir þú einhvern sem þér finnst hafa staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks? Manstu eftir einhverju fyrirtæki eða stofnun þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar eða starfsmannastefnan tekur mið af því að fólk er margbreytilegt? Varð einhver bók, tímaritsgrein eða kvikmynd til þess að þú öðlaðist betri skilning og þekkingu á málefnum fatlaðs fólks? Þessi atriði og ótal mörg önnur gætu legið tilnefningum til grundvallar. Allar upplýsingar um hvernig skila skal inn tilnefningum má finna á vef Öryrkjabandalagsins, www.obi.is, en skilafrestur er til 15. september. Taktu þátt í því með okkur að veita þeim viðurkenningu sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að hér verði eitt samfélag fyrir alla.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun