Hver eru skilaboð stjórnvalda? Haukur Claessen skrifar 22. júní 2010 05:30 Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar