Fjórtán ár í útlegð 24. ágúst 2010 00:01 Eitt af því fyrsta sem ég meðtók í kristinni trú var að kirkjan, hús guðs, væri skjól mitt og griðastaður, sérstaklega ef ég ætti um sárt að binda. Þar gætti réttlætis. Þar nyti ég verndar. Æðsti yfirmaður þess skjóls hefur breytt þessari vissu í daprar efasemdir. Hin sóknarbörnin hugsa sitt þegar einu þeirra er úthýst þegar skjólsins var mest þörf. Átti kirkjan ekki að passa þá sem verða fyrir ofbeldi og ofsóknum en ekki úthýsa þeim sem lygara? Þetta mál verður ekki afgreitt á nokkrum dögum, í nokkrum blaðagreinum. Það ristir of djúpt og hefur sært of marga. Elton John söng að „fyrirgefðu" hlyti að vera örðugasta orðið. Kannski er það vegna þess að um leið og afsökunarbeiðni þýðir „mér þykir það leitt" felur hún í sér viðurkenningu á eigin mistökum. Ofureinföld afsökun víkur þannig oftar en ekki fyrir flóknum geimvísindum réttlætinga á eigin framkomu. Hefur einhver talið hvað Karl Sigurbjörnsson hefur sent frá sér margar yfirlýsingar? Opinber og skýlaus iðrun hefði eflaust verið fljótlegri og einfaldari í framkvæmd. Og iðrun á Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sannarlega inni. Sigrún Pálína á ekki inni þöggun, hún á ekki skilið útúrsnúninga, hún á ekki skilið að farið sé undan í flæmingi og hún á ekki skilið að einhver svari því til að hann þekki ekki, viti ekki, muni ekki. Óskýr svör, jamm og jæja, afstöðuleysi er ekki í boði gagnvart fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Afstaðan þarf að vera skýr og fordæmisgefandi. Glæpurinn er ekki síður að úthrópa fórnarlambið sem lygara í mörg ár. Það eru fjórtán ár síðan Sigrún kom fyrst fram með sannleikann en það eru ekki nema nokkrar klukkustundir síðan íslenskur prestur kom fram í dagsljósið í fyrsta sinn og baðst afsökunar opinberlega á þöggun um kynferðisbrot innan kirkjunnar. Líkt og fleiri velti ég því fyrir mér um helgina að segja mig úr þjóðkirkjunni. Það sem hefur stöðvað mig er að megnið af því fólki sem ég hef kynnst í íslenskri kirkju eru vandaðir og vel gerðir einstaklingar, fólk sem vinnur með náungakærleik og réttlæti að leiðarljósi. Hin tilfellin eru undantekningartilfelli. Ég veit ekki hvað þarf til þess að fá biskup til að sjá hvers þjóðfélagið krefst í dag. Það er ekki það sama og það var þegar Sigrún Pálína ruddi brautina í því að rjúfa þögnina. Fórnarlömbin læðast ekki lengur þæg meðfram veggjum, þau benda á þann sem gerði, hátt og snjallt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Eitt af því fyrsta sem ég meðtók í kristinni trú var að kirkjan, hús guðs, væri skjól mitt og griðastaður, sérstaklega ef ég ætti um sárt að binda. Þar gætti réttlætis. Þar nyti ég verndar. Æðsti yfirmaður þess skjóls hefur breytt þessari vissu í daprar efasemdir. Hin sóknarbörnin hugsa sitt þegar einu þeirra er úthýst þegar skjólsins var mest þörf. Átti kirkjan ekki að passa þá sem verða fyrir ofbeldi og ofsóknum en ekki úthýsa þeim sem lygara? Þetta mál verður ekki afgreitt á nokkrum dögum, í nokkrum blaðagreinum. Það ristir of djúpt og hefur sært of marga. Elton John söng að „fyrirgefðu" hlyti að vera örðugasta orðið. Kannski er það vegna þess að um leið og afsökunarbeiðni þýðir „mér þykir það leitt" felur hún í sér viðurkenningu á eigin mistökum. Ofureinföld afsökun víkur þannig oftar en ekki fyrir flóknum geimvísindum réttlætinga á eigin framkomu. Hefur einhver talið hvað Karl Sigurbjörnsson hefur sent frá sér margar yfirlýsingar? Opinber og skýlaus iðrun hefði eflaust verið fljótlegri og einfaldari í framkvæmd. Og iðrun á Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sannarlega inni. Sigrún Pálína á ekki inni þöggun, hún á ekki skilið útúrsnúninga, hún á ekki skilið að farið sé undan í flæmingi og hún á ekki skilið að einhver svari því til að hann þekki ekki, viti ekki, muni ekki. Óskýr svör, jamm og jæja, afstöðuleysi er ekki í boði gagnvart fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Afstaðan þarf að vera skýr og fordæmisgefandi. Glæpurinn er ekki síður að úthrópa fórnarlambið sem lygara í mörg ár. Það eru fjórtán ár síðan Sigrún kom fyrst fram með sannleikann en það eru ekki nema nokkrar klukkustundir síðan íslenskur prestur kom fram í dagsljósið í fyrsta sinn og baðst afsökunar opinberlega á þöggun um kynferðisbrot innan kirkjunnar. Líkt og fleiri velti ég því fyrir mér um helgina að segja mig úr þjóðkirkjunni. Það sem hefur stöðvað mig er að megnið af því fólki sem ég hef kynnst í íslenskri kirkju eru vandaðir og vel gerðir einstaklingar, fólk sem vinnur með náungakærleik og réttlæti að leiðarljósi. Hin tilfellin eru undantekningartilfelli. Ég veit ekki hvað þarf til þess að fá biskup til að sjá hvers þjóðfélagið krefst í dag. Það er ekki það sama og það var þegar Sigrún Pálína ruddi brautina í því að rjúfa þögnina. Fórnarlömbin læðast ekki lengur þæg meðfram veggjum, þau benda á þann sem gerði, hátt og snjallt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun