Verjum heilbrigðisþjónustuna 25. júní 2010 06:00 Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar