Kolbeinn Proppé : Af hverju gerðuð þið ekkert? 19. maí 2010 06:00 Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu. Athyglisvert var að fylgjast með viðbrögðum annars stjórnarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Margir þingmanna hans fóru mikinn í vegna sölunnar, hana yrði að stöðva því mikið lægi við, formaður flokksins lýsti vonbrigðum sínum með að ekki hefði verið beðið eftir ríkisstjórnarfundi með söluna og þingflokkurinn ályktaði síðar um kvöldið að auðlindir ættu að vera í einkaeigu og „vinda þyrfti ofan af" einkavæðingu HS orku. þetta er allt gott og blessað. Fínt mál að fólk hafi skoðanir á eignarhaldi auðlinda og enn betra að fólk láti þær skoðanir í ljós. Tímasetning athugasemdanna hlýtur hins vegar að vekja athygli. Áhugi Magma Energy á hlut Geysis Green í HS orku (segðu þessa setningu hratt tíu sinnum) er löngu kunnur. Auðlindanýtingin komst í einkaeigu þegar Geysir Green keypti í síðstnefnda fyrirtækinu árið 2007. Í fyrra keypti kanadíska fyrirtækið síðan hlut frá Orkuveitu Reykjavíkur. Við það tækifæri kom fram einlægur vilji Magma til að kaupa stærri hlut. Vinstri græn hafa verið í ríkisstjórn síðan í febrúar 2009. Vissulega hafa verkefnin verið ærin og vissulega er flokkurinn ekki einráður. Þingmenn flokksins hafa hins vegar sýnt það áður að þeir eru óhræddir við að fara á einhvern hátt gegn stjórnarstefnu, bjóði samviskan þeim það. Sem er vel. Þeim var því hverjum og einum - að ekki sé talað um öllum saman - í lófa lagið að gera eitthvað í málefnum HS orku. Þau lagaboð sem nú er kallað eftir hefðu getað verið löngu komin fram. Öllum var ljóst hver viljinn var. Kannski eru ráðherrar Vinstri grænna svo vanir því að vera í stjórnarandstöðu að þeir áttuðu sig ekki á þeirri stöðu sem þeir eru í. Það er ekki boðlegt að koma í blálokin á löngu ferli og hrópa um ógnina sem stafar af því ferli. Sé ógnin fyrir hendi, er það beinlínis skylda þingmanna að koma í veg fyrir hana. Það gera menn með tillögum á Alþingi, ekki eftiráályktunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu. Athyglisvert var að fylgjast með viðbrögðum annars stjórnarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Margir þingmanna hans fóru mikinn í vegna sölunnar, hana yrði að stöðva því mikið lægi við, formaður flokksins lýsti vonbrigðum sínum með að ekki hefði verið beðið eftir ríkisstjórnarfundi með söluna og þingflokkurinn ályktaði síðar um kvöldið að auðlindir ættu að vera í einkaeigu og „vinda þyrfti ofan af" einkavæðingu HS orku. þetta er allt gott og blessað. Fínt mál að fólk hafi skoðanir á eignarhaldi auðlinda og enn betra að fólk láti þær skoðanir í ljós. Tímasetning athugasemdanna hlýtur hins vegar að vekja athygli. Áhugi Magma Energy á hlut Geysis Green í HS orku (segðu þessa setningu hratt tíu sinnum) er löngu kunnur. Auðlindanýtingin komst í einkaeigu þegar Geysir Green keypti í síðstnefnda fyrirtækinu árið 2007. Í fyrra keypti kanadíska fyrirtækið síðan hlut frá Orkuveitu Reykjavíkur. Við það tækifæri kom fram einlægur vilji Magma til að kaupa stærri hlut. Vinstri græn hafa verið í ríkisstjórn síðan í febrúar 2009. Vissulega hafa verkefnin verið ærin og vissulega er flokkurinn ekki einráður. Þingmenn flokksins hafa hins vegar sýnt það áður að þeir eru óhræddir við að fara á einhvern hátt gegn stjórnarstefnu, bjóði samviskan þeim það. Sem er vel. Þeim var því hverjum og einum - að ekki sé talað um öllum saman - í lófa lagið að gera eitthvað í málefnum HS orku. Þau lagaboð sem nú er kallað eftir hefðu getað verið löngu komin fram. Öllum var ljóst hver viljinn var. Kannski eru ráðherrar Vinstri grænna svo vanir því að vera í stjórnarandstöðu að þeir áttuðu sig ekki á þeirri stöðu sem þeir eru í. Það er ekki boðlegt að koma í blálokin á löngu ferli og hrópa um ógnina sem stafar af því ferli. Sé ógnin fyrir hendi, er það beinlínis skylda þingmanna að koma í veg fyrir hana. Það gera menn með tillögum á Alþingi, ekki eftiráályktunum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun