Þórunn greiðir ekki atkvæði með ákærum 28. september 2010 11:58 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga. Umræðum á Alþingi um tvær þingsályktunartillögur um ákærur á hendur þremur til fjórum fyrrverandi ráðherrum lýkur í dag. Sex þingmenn eru nú á mælendaskrá en hver þeirra getur talað í tuttugu og fimm mínútur auk andsvara. Atkvæðagreiðsla ætti að geta hafist síðdegis í dag komi ekkert óvænt upp á. Afstaða þingmanna hefur smátt og smátt verið að koma í ljós í umræðunum. Í morgun sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, ekki getað stutt tillögur um ákærur. Vegna þess hvernig stjórnsýslan sé byggð upp á Íslandi hafi gripið um sig úrræðaleysi og jafnvel kerfislömun þegar á reyndi. Það sé þó ekki þar með sagt að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi gerst sekir um refsivert athæfi. Það er hins vegar ljóst af ræðu flokksbróður Þórunnar, Marðar Árnasonar í gær og andsvörum hans í dag við ræðu Þórunnar, að hann mun styðja málshöfðun á að minnsta kosti einhvern ráðherranna. Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu mátt vita við upphaf stjórnarsamstarfsins að bankakerfið var fúið og grípa þyrfti til ráðstafana. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir á bloggi sínu, að þeir núverandi ráðherrar sem áður sátu í ríkisstjórn og þeir þingmenn sem voru ráðherrar í ríkisstjórn Geirs ættu að segja af sér. Sömuleiðis ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka sem þá sátu á þingi einnig að gera það. Hann telur eðlilegast að boða til kosninga sem fyrst. Atkvæðagreiðsla um ákærurnar fer eins og áður sagði að öllum líkindum fram síðdegis og gæti orðið tvísýn. Ljóst er að allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar muni greiða atkvæði með ákærum, Sjálfstæðismenn á móti þeim, en öllu óljósara er hvernig atkvæði samfylkingar- og framsóknarþingmanna munu falla.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira