Flugvélin er bylting í gosrannsóknum 19. apríl 2010 06:00 Fornar sagnir kveða á um að eldfjöll séu fordyri helvítis. Nýjasta tækni til myndatöku við erfið skilyrði virðist hafa sannað að svo sé. Myndin er tekin af jöklinum úr 2,5 kílómetra hæð. mynd/landhelgisgæslan Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í fyrrasumar en hefur þegar sannað gildi sitt. Þetta á ekki síst við um mikilvægi hennar til rannsókna á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli undanfarna daga og vikur. Er það mat vísindamanna að kynstrin öll af upplýsingum, sem nú hefur verið aflað, lægju ekki fyrir ef vélin hefði ekki verið keypt. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða frá gosbyrjun hefði upplýsingaöflun án vélarinnar verið erfið eða ómöguleg og snertir því einnig almannaöryggi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir tilkomu flugvélarinnar byltingu. „Það verður að segjast eins og er að ef við hefðum ekki haft vélina þá værum við að meta þetta í blindni. Þarna hefur verið lítið eða ekkert skyggni en radarinn hefur gefið okkur góða mynd af yfirborði jökulsins. Bæði höfum við séð hvernig sprungan liggur, hvar sigkatlar hafa myndast og hvar gosið nær í gegn. Síðan höfum við séð hvernig vatnið flýtur að hluta á yfirborði jökulsins." Víðir segir að allir sem koma að öryggismálum hér á landi hafi vonast til að búnaður vélarinnar gæfi aukna möguleika. „En reynslan nú þegar hefur farið fram úr öllum okkar villtustu draumum." „Við erum að skrásetja ógrynni upplýsinga á hverjum degi sem annars hefðu einfaldlega ekki legið fyrir," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun. „Í raun gefur þessi tækni okkur alveg nýja sýn á eldgos hér á landi." Ármann útskýrir að með radartækni um borð í vélinni sjáist í gegnum gosmökkinn og því hafi verið hægt að skrásetja og mynda þróunina á gosopinu. „Við sáum til dæmis á miðvikudaginn hvernig gatið opnaðist og stækkaði svo jafnt og þétt. Þetta er galdur." Ármann telur að upplýsingarnar sem aflað hefur verið til þessa muni hafa mikið vægi í framtíðarrannsóknum á eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Þess utan sé hægt að vinna nýtt áhættumat af mun meiri nákvæmni en annars hefði verið. „Það er einfaldlega stórkostlegt að hafa aðgang að þessari vél sem er að mínu mati þegar orðin ómissandi."[email protected] Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í fyrrasumar en hefur þegar sannað gildi sitt. Þetta á ekki síst við um mikilvægi hennar til rannsókna á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli undanfarna daga og vikur. Er það mat vísindamanna að kynstrin öll af upplýsingum, sem nú hefur verið aflað, lægju ekki fyrir ef vélin hefði ekki verið keypt. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða frá gosbyrjun hefði upplýsingaöflun án vélarinnar verið erfið eða ómöguleg og snertir því einnig almannaöryggi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir tilkomu flugvélarinnar byltingu. „Það verður að segjast eins og er að ef við hefðum ekki haft vélina þá værum við að meta þetta í blindni. Þarna hefur verið lítið eða ekkert skyggni en radarinn hefur gefið okkur góða mynd af yfirborði jökulsins. Bæði höfum við séð hvernig sprungan liggur, hvar sigkatlar hafa myndast og hvar gosið nær í gegn. Síðan höfum við séð hvernig vatnið flýtur að hluta á yfirborði jökulsins." Víðir segir að allir sem koma að öryggismálum hér á landi hafi vonast til að búnaður vélarinnar gæfi aukna möguleika. „En reynslan nú þegar hefur farið fram úr öllum okkar villtustu draumum." „Við erum að skrásetja ógrynni upplýsinga á hverjum degi sem annars hefðu einfaldlega ekki legið fyrir," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun. „Í raun gefur þessi tækni okkur alveg nýja sýn á eldgos hér á landi." Ármann útskýrir að með radartækni um borð í vélinni sjáist í gegnum gosmökkinn og því hafi verið hægt að skrásetja og mynda þróunina á gosopinu. „Við sáum til dæmis á miðvikudaginn hvernig gatið opnaðist og stækkaði svo jafnt og þétt. Þetta er galdur." Ármann telur að upplýsingarnar sem aflað hefur verið til þessa muni hafa mikið vægi í framtíðarrannsóknum á eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Þess utan sé hægt að vinna nýtt áhættumat af mun meiri nákvæmni en annars hefði verið. „Það er einfaldlega stórkostlegt að hafa aðgang að þessari vél sem er að mínu mati þegar orðin ómissandi."[email protected]
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira