Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands SB skrifar 30. júní 2010 19:44 Christian Wulff, nýr forseti Þýskalands. Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira