„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“ 1. júní 2010 13:07 „Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn,“ segir Sigmundur Davíð í tölvupósti til flokksmanna. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58
Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16
Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46