Aldrei, aldrei Kjartan Jóhannsson skrifar 19. október 2010 06:00 Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrisjóðanna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamaður getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifalaust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsambandi launafólks við stjórnvöld. Með löggjöf var launamanninum gert að trúa lífeyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórnar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillögur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmálanum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda. Hugleiðingarnar um aðkomu lífeyrisjóðanna eru vondar. Sjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiddu og enginn stjórnmálamaður getur tekið sér rétt til þess að ráðskast með þá. Ömurlegast er vitaskuld að horfa upp á að þeir sem teljast talsmenn alþýðu og launafólks skuli fást til að ræða þvílíka ósvinnu. Fráleitast og furðulegast af öllu er þegar fyrrverandi forystumenn samtaka launþega hafna ekki slíku tali umsvifalaust. Þar hverfur trúverðugleiki þeirra. Lífeyrissjóðir eru reistir á trúnaðarsambandi launafólks við stjórnvöld. Með löggjöf var launamanninum gert að trúa lífeyrissjóðnum fyrir hluta af afrakstri vinnu sinnar, hluta af launum sínum, til þess að geyma þau fyrir hann til elliáranna, frekar en að hann forvaltaði þessa peninga sjálfur. Þennan sáttmála má ekki rjúfa. Enginn stjórnmálamaður, hvar í flokki eða skoðanahópi sem hann stendur, á að láta sér til hugar koma eignaupptöku af því tagi sem hér um ræðir. Allir þeir flokkar sem hafa átt fulltrúa á Alþingi undanfarna áratugi, hvort sem þeir eru nú utan stjórnar eða innan, hafa átt sína hlutdeild í gerð og viðhaldi þessa sáttmála launamannsins við sjóð sinn, löggjafann og ríkisvald. Því er ótrúlegt og dapurlegt að horfa á tillögur frá sumum stjórnmálaflokkanna eða áhrifamanna innan þeirra, þar sem ekki grillir í skilning á ábyrgð þeirra á sáttmálanum fyrir áfergju í almenna niðurskrift skulda. Slíkt sómir ekki, engum flokki, engum stjórnmálamanni. Sú stofnun, það stjórnvald, sem gerði öllum að leggja hluta af tekjum sínum í lífeyrissjóð, getur ekki og má ekki síðar ákveða að láta hirða þennan sparnað til annarra verkefna. Það væru griðrof. Aldrei, aldrei, má það gerast.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun