Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum 16. mars 2011 12:12 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson á fundinum í morgun. Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs. Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs.
Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira