Gengisáhætta af Icesave Friðrik Már Baldursson skrifar 30. mars 2011 06:00 Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hollendinga í erlendri mynt en krafa Tryggingarsjóðs á Landsbankann er í krónum. Samningurinn felur því í sér áhættu sem stafar af óvissu um gengi krónunnar. En hve mikil er þessi áhætta?Gengisáhætta í samningnum Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.) Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%. Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.Gengi krónunnar Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum. Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris. Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði. Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar. Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum. Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.Lokaorð Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Icesave-samningurinn felur í sér greiðslur til Breta og Hollendinga í erlendri mynt en krafa Tryggingarsjóðs á Landsbankann er í krónum. Samningurinn felur því í sér áhættu sem stafar af óvissu um gengi krónunnar. En hve mikil er þessi áhætta?Gengisáhætta í samningnum Kröfur Breta og Hollendinga á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru í pundum og evrum. Krafa TIF á Landsbankann er leidd af kröfum Breta og Hollendinga en er gerð í íslenskum krónum, miðuð við gengi 22. apríl 2009 og nemur allt að 677 milljörðum króna að meðtöldum vaxtakröfum. Krónan hefur styrkst frá apríl 2009 og því hefur krafa Breta og Hollendinga á TIF lækkað í krónum og nemur höfuðstóllinn allt að 625 milljörðum, miðað við gengi krónunnar við síðustu áramót. (Tölur úr greinargerð fjármálaráðuneytisins.) Skilanefnd Landsbankans áætlar að greiða 89% af forgangskröfum. TIF fær því 602 milljarða upp í kröfu sína á bankann (89% af 677 milljörðum). Áætlunin miðast við gengi sl. áramót. Ef gengi krónunnar veikist þá hækkar greiðsla TIF til Breta og Hollendinga hlutfallslega í krónum talið. En eignir bús Landsbankans eru að mestu leyti í erlendri mynt og því skilar veikingin einnig hærri greiðslum úr búinu. Breyting á inn- og útgreiðslum TIF verður því nokkurn veginn samsvarandi. Þetta samhengi gildir þar til kröfufjárhæðinni, 677 milljörðum, er náð. Að öðru óbreyttu má gengi krónunnar því vera um 12% veikara en gengið sl. áramót á þeim degi sem greitt er úr þrotabúi Landsbankans án þess að það hafi verulegan umframkostnað í för með sér fyrir TIF. Meiri veiking gengisins en þetta kemur hins vegar fram í meiri kostnaði sjóðsins við þá greiðslu sem um ræðir sem nemur gengislækkun umfram 12%. Heimtur úr eignum Landsbankans er annar áhættuþáttur tengdur samningnum. Skilanefnd Landsbankans áætlar að um 40% af eignum verði greiddar úr búi Landsbankans á árinu 2011; þar af eru 30% eigna þegar til staðar í reiðufé. Önnur 13% eigna verða greiddar út á árinu 2012. Eftirstöðvarnar verða síðan greiddar út árin 2013-2016. Nefndin hefur hingað til verið varfærin í áætlunum sínum enda vandséð hvaða hagsmuni hún hefur af því að gera meira úr virði eignanna en efni standa til.Gengi krónunnar Eins og að framan greinir þá hefur veiking gengisins sem nemur innan við 12% frá síðustu áramótum lítil áhrif á kostnað vegna Icesave. Veiking umfram það hefur aukinn kostnað í för með sér. Því er mikilvægt að reyna að meta líkurnar á miklum sveiflum í gengi krónunnar á næstu árum. Krónan hefur veikst um ca 4% gagnvart pundi/evru frá áramótum. Þessi veiking stafar sennilega af gjaldeyriskaupum Seðlabankans, sem hefur keypt um þrjá milljarða króna á gjaldeyrismarkaði frá áramótum. Við fyrstu sýn kann það að virka ósannfærandi að svo lítil kaup hafi áhrif á gengið, en heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri á sama tíma var aðeins um 12 milljarðar svo þessi inngrip eru fjórðungur af heildarviðskiptum og nægja til að veikja gengið. Að sama skapi getur Seðlabankinn stutt við gengið með því að selja tiltölulega lítið magn gjaldeyris. Ástæða þessa er að gjaldeyrishöft takmarka flæði fjármagns milli Íslands og annarra landa og Seðlabankinn getur haft mikil áhrif á gengið meðan þau eru við lýði. Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu skaðleg og að nauðsynlegt sé að vinna að því að aflétta þeim. Höftin voru sett á vegna hættu á að flótti meira en 400 milljarða eftirhreytna af jöklabréfum myndi tæma gjaldeyrisforðann og kolfella gengi krónunnar. Þetta er enn meginorsökin fyrir höftunum og ný áætlun um afnám þeirra gengur út á að koma í veg fyrir skaðlegan fjármagnsflótta af þessu tagi. Af þessari áætlun má ráða að höftum verður ekki aflétt meðan hætta er á miklum sviptingum í gengi krónunnar. Raungengi krónunar er 20-30% fyrir neðan meðaltal síðustu áratuga að þenslutímanum 2004-2007 slepptum. Verðbólga er mjög lág. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður er um 7% af landsframleiðslu og 12-13% ef Actavis er tekið út fyrir sviga eins og er rökrétt að gera. Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að sveiflur verði á gengi krónunnar vegna breytinga á viðskiptakjörum eða vegna annarra þátta sem hafa áhrif á fjárflæði til og frá landinu, en ekki virðast efnahagslegar forsendur fyrir mikilli varanlegri veikingu frá því sem nú er – efni standa fremur til þess að krónan ætti að geta styrkst ef stjórnvöld halda rétt á spilunum. Að lokum má benda á að beinir hagsmunir ríkisins af því að gengi krónunnar haldist stöðugt eru verulegir að Icesave slepptu: Hreinar erlendar skuldir opinberra aðila eru nú um 380 milljarðar króna. Ríkissjóður er einnig í ábyrgð fyrir erlendum skuldum Landsvirkjunar sem nema um 3,2 milljörðum dollara eða nálægt 370 milljörðum króna á núverandi gengi.Lokaorð Það felst nokkur gengisáhætta í Icesave-samningnum sem kemur fram ef gengi krónunnar veikist umfram tiltekin mörk. Ekki má gleyma því að það fylgir því margs konar áhætta, m.a. gengisáhætta, að hafna samningnum. Þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan valda því að gengisáhætta sem tengist Icesave-samningnum virðist ásættanleg þegar litið er til þeirra hagsmuna sem Ísland hefur af því að ljúka þessu máli.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar