Icesave - Lagalegar afleiðingar synjunar Frosti Sigurjónsson skrifar 21. mars 2011 12:01 Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Margrét Einarsdóttir forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og LL.M í Evrópurétti fjallar um lagalegar afleiðingar synjunar í samnefndri grein í Fréttablaðinu 17. mars sl. Margrét dregur þar upp afar dökka mynd sem virðist á misskilningi byggð. Margrét ,,hallast" að því að EFTA dómstóllinn muni dæma ríkið brotlegt við EES samninginn, fyrir ,,óbeina mismunun á grundvelli þjóðernis" og einnig fyrir að "hafa ekki komið á fót innstæðutryggingakerfi hér á landi sem virkaði". Margrét endurtekur aðeins það sem stendur í áliti ESA. Hún nefnir ekki að aðfinnslur ESA hafa verið vandlega hraktar í greinargerðum Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal, Peter Örebech og annarra lögfræðinga. Fyrst Margrét kaus að hafa þau rök að engu hefði hún gjarnan mátt útskýra að hvaða leyti hún telji að þessir lögspekingar hafi rangt fyrir sér. Margrét skrifar: "Dómur EFTA dómstólsins þess efnis að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningsskuldbindingum sínum á grundvelli EES-samningsins myndi setja aukinn pólitískan þrýsting á Íslendinga að greiða skuldina. Ef íslenska ríkið yrði ekki við því kynnu samningsaðilar EES-samningsins að grípa til refsiaðgerða gegn okkur á grundvelli samningsins." Í fyrsta lagi er óljóst hvað Margrét á hér við. Engar heimildir eru í EES samningnum fyrir að beita samningsríki refsiaðgerðum. Því er ekki hægt að réttlæta refsiaðgerðir á grundvelli hans. Í öðru lagi tekur EFTA dómstóllinn einungis afstöðu til þess hvort að um samningsbrot hafi verið að ræða en ekki til þess hvort brotið teljist bótaskylt. Það er því bæði ólíklegt að samningsaðilar EES-samningsins hafi heimild til þess að beita Íslendinga refsiaðgerðum og að réttlæta megi slíkar aðgerðir fyrr en dómstólar hafa skorið úr um bótaskyldu. Margrét telur jafnframt "útlokað annað en að íslenskir dómstólar dæmi í samræmi við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins." Þetta er rangt hjá henni, því íslenskir dómstólar dæma eftir íslenskum lögum og eru ekki bundnir af áliti EFTA dómstólsins. Þess vegna er alls ekki hægt að útiloka að þeir komist að annarri niðurstöðu en EFTA dómstóllinn. Margrét telur að Bretar og Hollendingar geti vart fengið bætur vegna brots á reglum EES um innstæðutryggingasjóði en telur hins vegar "verulegar líkur" á að bætur muni fást á grundvelli mismununar. Margrét telur að viðsemjendur geti krafist þess að fá greidda út alla þá fjárhæð sem þeir lögðu út, en ekki bara lágmarkstrygginguna og segir: "Skuld Íslendinga við Breta og Hollendinga yrði þá um tvöfalt hærri en samkvæmt [samningnum]". Hér skal bent á að í áliti ESA frá því í maí 2010, er varðar mögulegt brot á jafnræðisreglu, er hvergi vísað í annað en lágmarksinnstæðutryggingu. Þ.e. að möguleg mismunun felist í því að tryggingarsjóður hafi ekki greitt Bretum og Hollendingum lágmarksinnstæðutryggingu. ESA hefur nú þegar staðfest með seinna áliti sínu frá 15. desember s.l. að fordæmalausar aðstæður á Íslandi hafi réttlætt tryggingu innstæðna á Íslandi, að fullu umfram lágmarkið, til að tryggja almannaöryggi. Það verður því að teljast mjög ólíklegt að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast innstæður Breta og Hollendinga umfram lágmarkið. Þrátt fyrir að svo ólíklega færi að dómur um fulla greiðslu félli, kæmi á móti forgangur á endurheimtum úr þrotabúi Landsbankans. M.v. nýlegt mat skilanefndar er gert ráð fyrir að eignir muni duga að mestu fyrir öllum forgangskröfum. Áhættan af dómstólaleiðinni er því mun minni en Margrét hefur talið sér trú um, og miklu mun ásættanlegri en sú áhætta sem fólgin er í samþykkt Icesave samninga. Tökum ákvörðun réttum forsendum. ADVICE hópurinn hefur það að markmiði að upplýsa og miðla upplýsingum um ástæður þess að hafna beri Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið á: www.advice.is.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar