Íslensk hjúkrunarkona á vaktinni í Osló 23. júlí 2011 14:30 Miðborg Oslóar í gær. Mynd/AFP „Ástandið var mjög „kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló. Hún kom ekki beint að atburðunum í höfuðborginni í gær, þegar þrjátíu og tveggja ára karlmaður, sprengdi bifreið í miðborginni með þeim afleiðingum að minnsta kosti sjö létu lífið og fjölmargir særðst. Viðvörunarstigið á spítalnum sem hún vinnur á var hækkað. „Starfsfólk var kallað í vinnu og allir voru í startholunum við að taka við slösuðum ef þess þyrfti, það er að segja ef spítalarnir í Osló gætu ekki lengur tekið við sjúklingum."Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingurÍ gær segir hún að mikil spenna hafi verið á meðal sjúklinga og starfsfólks og lögð hafi verið áhersla á að halda sem mestri ró meðal sjúklinga og reyna halda rútínu. „Einnig var farið í það að reyna að útskrifa þá sjúklinga sem mögulega var hægt að útskrifa til þess að hafa pláss ef einhverjir sjúklingar kæmu til okkar. Síðan eftir að búið var að gefa út að sjúkrahúsið væri nú á rauðu viðbúnaðarstigi fór allt að fyllast af starfsfólki sem hafði verið kallað til vinnu, þetta var mjög spes að upplifa, hjúkrunarfók var þarna í gulum vestum og maður fann mjög sterkt fyrir alvarleika málsins," segir Anna María. Þá hafi öryggiseftirlit aukist til muna. „Það fékk enginn að koma inn á deildina nema sína skilríki og allt öryggi var hert," segir hún. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk væri að ræða, en nú er talið víst að þrjátíu og tveggja ára karlmaður, Anders Behring Breivik, hafi sprengt bifreiðina í loft upp og keyrt svo að eyjunni Útey. Þar hafi hann banað að minnsta kosti 84 ungmennum sem voru saman komin á eyjunni á vegum ungra jafnaðarmanna. Hann er í haldi lögreglu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Ástandið var mjög „kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló. Hún kom ekki beint að atburðunum í höfuðborginni í gær, þegar þrjátíu og tveggja ára karlmaður, sprengdi bifreið í miðborginni með þeim afleiðingum að minnsta kosti sjö létu lífið og fjölmargir særðst. Viðvörunarstigið á spítalnum sem hún vinnur á var hækkað. „Starfsfólk var kallað í vinnu og allir voru í startholunum við að taka við slösuðum ef þess þyrfti, það er að segja ef spítalarnir í Osló gætu ekki lengur tekið við sjúklingum."Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingurÍ gær segir hún að mikil spenna hafi verið á meðal sjúklinga og starfsfólks og lögð hafi verið áhersla á að halda sem mestri ró meðal sjúklinga og reyna halda rútínu. „Einnig var farið í það að reyna að útskrifa þá sjúklinga sem mögulega var hægt að útskrifa til þess að hafa pláss ef einhverjir sjúklingar kæmu til okkar. Síðan eftir að búið var að gefa út að sjúkrahúsið væri nú á rauðu viðbúnaðarstigi fór allt að fyllast af starfsfólki sem hafði verið kallað til vinnu, þetta var mjög spes að upplifa, hjúkrunarfók var þarna í gulum vestum og maður fann mjög sterkt fyrir alvarleika málsins," segir Anna María. Þá hafi öryggiseftirlit aukist til muna. „Það fékk enginn að koma inn á deildina nema sína skilríki og allt öryggi var hert," segir hún. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk væri að ræða, en nú er talið víst að þrjátíu og tveggja ára karlmaður, Anders Behring Breivik, hafi sprengt bifreiðina í loft upp og keyrt svo að eyjunni Útey. Þar hafi hann banað að minnsta kosti 84 ungmennum sem voru saman komin á eyjunni á vegum ungra jafnaðarmanna. Hann er í haldi lögreglu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira