Annað skrímsli í Austurríki - Fritzl málið endurtekur sig 25. ágúst 2011 21:34 Jósef Fritzl virðist ekki hafa verið eina skrímslið í Austurríki. Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi. Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi.
Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46