Sterk rök fyrir því að semja um Icesave 12. janúar 2011 06:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur. fréttablaðið/vilhelm Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. [email protected] Icesave Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. [email protected]
Icesave Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira