Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2011 09:45 Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn." Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn."
Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45