"Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“ 1. janúar 2011 12:55 Björk Guðmundsdóttir Mynd/Stefán Karlsson Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér. Björk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér.
Björk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira