Rússnesk rúlletta 1. apríl 2011 06:00 Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxtagjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og hallarekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niðurskurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða einfaldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf landsmanna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri-grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanaframkvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjaldþrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönnum að flytja jafneinhliða og jafnlinnulausan áróður fyrir samþykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar-þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evrópusambandsins lofað íslenskum ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssuhólfum eru hlaðin. Viltu spila? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum. Hvað sem því líður er ljóst að ef ríkissjóður gerir kröfur Breta og Hollendinga að skuld þá gerir hann vonda stöðu sína enn verri. Jafnvel má telja líklegt að hann stefni hraðbyri í gjaldþrot. Árið 2001 fóru 20% af heildartekjum ríkissjóðs Argentínu í vaxtagjöld, og brúttó skuldir hans voru um 54% af landsframleiðslu. Árið eftir var hann lýstur gjaldþrota. Í dag fara um 22% af heildartekjum hins íslenska ríkissjóðs í vaxtagjöld, brúttó skuldir hans eru um 90% af landsframleiðslu og hallarekstur mikill. Er þorandi að bæta Icesave-klafanum ofan á þá byrði? Skattahækkanir eru hættar að skila sér í aukinni skattheimtu svo auknum álögum á ríkissjóð þarf að mæta með lántökum og djúpum, hröðum og sársaukafullum niðurskurði á rekstri hins opinbera. Mun Icesave-klafinn draga erlendar fjárfestingar með sér til Íslands, eins og margir hafa haldið fram? Hugsanlega. En hvaða gagn er að því ef ríkissjóður verður gjaldþrota og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur við efnahagsstjórn Íslands? Sennilega lítið. Þeir, sem vantar erlent fjármagn, verða einfaldlega að sannfæra fjárfesta um arðsemi áætlana sinna. Arðsamar fjárfestingar laða að sér fjármagn. Aðrar ekki. Ef stjórnvöld vilja laða fjármagn til landsins, ættu þau að hætta að áreita efnahagslíf landsmanna með síbreytilegum reglum, höftum, sköttum og tilheyrandi doða og óvissu. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum að róa svona hart að því að taka við Icesave-kröfum Breta og Hollendinga? Þingmenn Vinstri-grænna eru varla á höttunum eftir fjármagni til fleiri virkjanaframkvæmda, eða hvað? Er verið að friðþægja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo hann láni okkur meira fé til að lengja í hengingaról gjaldþrots sem vofir yfir Íslandi? Hvað vakir fyrir fjölmiðlamönnum að flytja jafneinhliða og jafnlinnulausan áróður fyrir samþykkt Icesave-laganna og raunin er? Liggur einhver Samfylkingar-þráður í gegnum þá starfsstétt? Hvað hafa embættismenn Evrópusambandsins lofað íslenskum ráðamönnum ef þeim tekst að hengja Icesave-klafann á háls íslenskra skattgreiðenda? Icesave-lögin eru rússnesk rúlletta þar sem fimm af sex byssuhólfum eru hlaðin. Viltu spila?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar