Níu staðlausar staðhæfingar um Icesave 7. apríl 2011 08:00 Þessa dagana herðist mjög baráttan um lyktir Icesave-málsins. Mikið er um fullyrðingar sem kynntar eru sem staðreyndir en þegar betur er að gáð eru þær oft og tíðum byggðar á hæpnum forsendum. Ég hef hér tekið saman níu algengar staðhæfingar og færi fyrir því rök að þær eigi sér tæpast stoð í raunveruleikanum: 1. Minni áhætta er fólgin í dómstóla- en samningaleiðinni. Vissulega fylgir Icesave-samningunum einhver áhætta. En það er líka áhætta því fylgjandi að hafna samningnum – dómsmál sem tekið gæti 2-3 ár tapast hugsanlega. Þá er mikill kostnaður því fylgjandi að flækjast í langdregnu dómsmáli. Eins og ég rakti hér í blaðinu á föstudaginn eru líkur á því samkvæmt yfirlýsingum Moody‘s að lánshæfismat ríkissjóðs lækki ef samningnum er hafnað. Ef sú er raunin og niðurstaða dómsmáls drægist á langinn væri kostnaðurinn á ári á bilinu 27 til 43 milljarðar, sem nemur samtals á bilinu 81 til 129 milljarðar á meðan á dómsmáli stendur. Er vit í að bera allan þann kostnað til þess eins að sleppa við að borga Bretum og Hollendingum 32 milljarða? 2. Hækka þarf skatta eða skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum af Icesave. Þrjár leiðir eru til að bæta afkomu ríkissjóðs: hækka skatta, skera niður útgjöld og stækka skattstofna. Með því að lækka fjármögnunarkostnað, sem gerist við hagstæðara lánshæfismat, eykst fjárfesting og hagvöxtur. Þá minnkar atvinnuleysi, útgjöld ríkissjóðs minnka og skattstofnar stækka. Jafnframt verður vaxtakostnaður ríkissjóðs minni. Samanlagt leiðir þetta til þess að útlagður kostnaður vegna Icesave mun að öllum líkindum hvorki leiða til sérstaks niðurskurðar né skattahækkana. 3. Börnin okkur munu þurfa að borga Icesave. Líklegast er að málið verði uppgert árið 2016. Því er útilokað að framtíðarkynslóðir muni þræla fyrir bagganum. Mun líklegra er að lífskjör okkar og barnanna okkar verði betri í kjölfar samþykktar Icesave. 4. Gengisáhættan við samningana er of mikil. Lykilspurningin hér er hve líklegt er að gengið falli á næstu árum. Í grein hér í blaðinu 28. mars færir Friðrik Már Baldursson prófessor sannfærandi rök fyrir því að vegna undirliggjandi þátta sé gengisáhættan ásættanleg. Hann bendir þannig á að raungengið sé nú 20-30% undir langtímameðaltali og verðbólga lítil. Samkvæmt Seðlabanka Íslands hefur raungengið sennilega ekki verið svona lágt síðan 1914. Vísbendingar sem felast í miklum vöruskiptajöfnuði benda einnig til þess að gengið sé of lágt skráð. Þá er viðskiptajöfnuður að teknu tilliti til þrotabúa bankanna og Actavis nærri 10% af landsframleiðslu – Íslendingar eru að borga niður skuldir erlendis í fyrsta skipti í langan tíma. Gengið ætti því mun fremur að styrkjast en veikjast. Þá má geta þess að ef gengið styrkist um 32% frá því sem nú er ber ríkissjóður engan kostnað af Icesave-samningunum að gefnum um 90% heimtum í þrotabúinu. 5. Eignasafn þrotabús Landsbankans stendur ekki undir 89% kröfunnar. Almennt virðist skilanefnd bankans hafa verið varfærin í mati sínu á eignum þrotabúsins, sem eru samkvæmt síðasta mati taldar standa undir um 90% af forgangskröfum. Eignir búsins virðast traustar enda hefur virði þeirra verið hækkað í hvert skipti sem endurmat hefur átt sér stað, úr 75% í upphafi í 90% nú – óvissa hefur minnkað jafnt og þétt. 6. Það er enginn kostnaður því fylgjandi að segja Nei. Eins og rakið er að ofan geta fylgt því mikil útgjöld í formi hærri fjármögnunarkostnaðar að fella samninginn. Enn fremur er meiri hætta á að fjármagnsmarkaðir verði okkur erfiðir, sem hefur jafnvel enn verri afleiðingar en hærri vextir. Líklegt er að ríkissjóður þurfi að fjármagna sig nánast alfarið á innlendum markaði, sem þrýstir upp innlendum vöxtum og dregur úr fjárfestingu einkaaðila, einkaneyslu og þar með hagvexti. Þá er líklegt að gengi krónunnar verði veikara en ella, þar sem Seðlabankinn þarf að safna fyrir afborgunum erlendra lána ríkisins með kaupum á gjaldeyri. 7. Já í kosningum festir okkur í gjaldeyrishöftunum. Mat Moody‘s, Seðlabankans og fleiri sérfræðinga er að samþykkt Icesave muni flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Það stafar af því að endurfjármögnun verður auðveldari, óvissa verður minni, væntingar um gjaldeyrisútflæði, m.a. vegna mun lægri endurfjármögnunarkostnaðar, verða dempaðri og innflæði vegna fjárfestinga verður meira. Það væri þó óneitanlega forvitnileg hagfræðileg tilraun að afnema gjaldeyrishöft með lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokki! 8. Lánshæfismat getur ekki lækkað við aukna skuldsetningu. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út að líklegt sé að lánshæfiseinkunn Íslands hækki við samþykkt Icesave-samningsins en að lánshæfismat Íslenska ríkisins yrði fært í ruslflokk ef samningnum verður hafnað. Ákvörðun um lægri einkunn segist Moody‘s byggja á tveimur þáttum: 1) að þá fáist ekki 1,1 milljarður Bandaríkjadala sem eftir standa af lánum Norðurlandanna til að fjármagna gjaldeyrisvarasjóðinn og 2) að þá sé líklegt að gjaldeyrishöft muni verða til staðar lengur þar sem hemja þurfi útstreymi gjaldeyris. Lykilinn að áhættumati fjárfesta á ríkisskuldabréfamarkaði er ekki hve skuldsett ríki eru heldur hve greiðan aðgang þau hafa að lánsfjármagni til að endurfjármagna lán sín og þar skiptir lánshæfismat höfuðmáli. Nægir í því skyni að benda til skuldastöðu og lánshæfismats ríkja á borð við Japan, Belgíu, Bretland og Bandaríkin. 9. Enginn tekur lengur mark á matsfyrirtækjunum og því skiptir lægri einkunn engu máli. Það skiptir engu máli hvaða skoðun menn hafa á lánsmatsfyrirtækjunum. Þau eru einkunnargjafinn og hinn endanlegi dómari því alþjóðlegir fjárfestar í ríkisskuldabréfum horfa fyrst og fremst til lánshæfismats. Mörgum stofnanafjárfestum er t.a.m. bannað með lögum og reglugerðum að fjárfesta í ruslbréfum. Um það er ekki hægt að deila og við því er ekkert að gera. Eins og sést á þessari upptalningu er ég einlæglega þeirrar trúar að samþykkt Icesave-samninganna muni leiða til aukinnar efnahagslegrar velferðar fyrir Íslendinga. Ég tel mig hafa fært hér góð rök fyrir því að margar þeirra staðhæfinga sem heyrst hafa í umræðunni séu hindurvitni. Hitt ber þó að hafa í huga að ef efnahagshrunið hefur kennt mér eitthvað þá er það að vera ekki of viss í minni sök þegar kemur að umræðu um efnahagsmál – það er bæði sanngjarnt og rétt. En nákvæmlega eins og ég er tilbúinn að fara út í bílinn minn á morgnana og keyra til vinnu þrátt fyrir að ég viti að það séu líkur á því að lenda í bílslysi er ég tilbúinn að taka upplýsta áhættu og samþykkja Icesave. Það er ekkert líf að kúra skjálfandi undir sæng hræddur við allt og alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana herðist mjög baráttan um lyktir Icesave-málsins. Mikið er um fullyrðingar sem kynntar eru sem staðreyndir en þegar betur er að gáð eru þær oft og tíðum byggðar á hæpnum forsendum. Ég hef hér tekið saman níu algengar staðhæfingar og færi fyrir því rök að þær eigi sér tæpast stoð í raunveruleikanum: 1. Minni áhætta er fólgin í dómstóla- en samningaleiðinni. Vissulega fylgir Icesave-samningunum einhver áhætta. En það er líka áhætta því fylgjandi að hafna samningnum – dómsmál sem tekið gæti 2-3 ár tapast hugsanlega. Þá er mikill kostnaður því fylgjandi að flækjast í langdregnu dómsmáli. Eins og ég rakti hér í blaðinu á föstudaginn eru líkur á því samkvæmt yfirlýsingum Moody‘s að lánshæfismat ríkissjóðs lækki ef samningnum er hafnað. Ef sú er raunin og niðurstaða dómsmáls drægist á langinn væri kostnaðurinn á ári á bilinu 27 til 43 milljarðar, sem nemur samtals á bilinu 81 til 129 milljarðar á meðan á dómsmáli stendur. Er vit í að bera allan þann kostnað til þess eins að sleppa við að borga Bretum og Hollendingum 32 milljarða? 2. Hækka þarf skatta eða skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum af Icesave. Þrjár leiðir eru til að bæta afkomu ríkissjóðs: hækka skatta, skera niður útgjöld og stækka skattstofna. Með því að lækka fjármögnunarkostnað, sem gerist við hagstæðara lánshæfismat, eykst fjárfesting og hagvöxtur. Þá minnkar atvinnuleysi, útgjöld ríkissjóðs minnka og skattstofnar stækka. Jafnframt verður vaxtakostnaður ríkissjóðs minni. Samanlagt leiðir þetta til þess að útlagður kostnaður vegna Icesave mun að öllum líkindum hvorki leiða til sérstaks niðurskurðar né skattahækkana. 3. Börnin okkur munu þurfa að borga Icesave. Líklegast er að málið verði uppgert árið 2016. Því er útilokað að framtíðarkynslóðir muni þræla fyrir bagganum. Mun líklegra er að lífskjör okkar og barnanna okkar verði betri í kjölfar samþykktar Icesave. 4. Gengisáhættan við samningana er of mikil. Lykilspurningin hér er hve líklegt er að gengið falli á næstu árum. Í grein hér í blaðinu 28. mars færir Friðrik Már Baldursson prófessor sannfærandi rök fyrir því að vegna undirliggjandi þátta sé gengisáhættan ásættanleg. Hann bendir þannig á að raungengið sé nú 20-30% undir langtímameðaltali og verðbólga lítil. Samkvæmt Seðlabanka Íslands hefur raungengið sennilega ekki verið svona lágt síðan 1914. Vísbendingar sem felast í miklum vöruskiptajöfnuði benda einnig til þess að gengið sé of lágt skráð. Þá er viðskiptajöfnuður að teknu tilliti til þrotabúa bankanna og Actavis nærri 10% af landsframleiðslu – Íslendingar eru að borga niður skuldir erlendis í fyrsta skipti í langan tíma. Gengið ætti því mun fremur að styrkjast en veikjast. Þá má geta þess að ef gengið styrkist um 32% frá því sem nú er ber ríkissjóður engan kostnað af Icesave-samningunum að gefnum um 90% heimtum í þrotabúinu. 5. Eignasafn þrotabús Landsbankans stendur ekki undir 89% kröfunnar. Almennt virðist skilanefnd bankans hafa verið varfærin í mati sínu á eignum þrotabúsins, sem eru samkvæmt síðasta mati taldar standa undir um 90% af forgangskröfum. Eignir búsins virðast traustar enda hefur virði þeirra verið hækkað í hvert skipti sem endurmat hefur átt sér stað, úr 75% í upphafi í 90% nú – óvissa hefur minnkað jafnt og þétt. 6. Það er enginn kostnaður því fylgjandi að segja Nei. Eins og rakið er að ofan geta fylgt því mikil útgjöld í formi hærri fjármögnunarkostnaðar að fella samninginn. Enn fremur er meiri hætta á að fjármagnsmarkaðir verði okkur erfiðir, sem hefur jafnvel enn verri afleiðingar en hærri vextir. Líklegt er að ríkissjóður þurfi að fjármagna sig nánast alfarið á innlendum markaði, sem þrýstir upp innlendum vöxtum og dregur úr fjárfestingu einkaaðila, einkaneyslu og þar með hagvexti. Þá er líklegt að gengi krónunnar verði veikara en ella, þar sem Seðlabankinn þarf að safna fyrir afborgunum erlendra lána ríkisins með kaupum á gjaldeyri. 7. Já í kosningum festir okkur í gjaldeyrishöftunum. Mat Moody‘s, Seðlabankans og fleiri sérfræðinga er að samþykkt Icesave muni flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Það stafar af því að endurfjármögnun verður auðveldari, óvissa verður minni, væntingar um gjaldeyrisútflæði, m.a. vegna mun lægri endurfjármögnunarkostnaðar, verða dempaðri og innflæði vegna fjárfestinga verður meira. Það væri þó óneitanlega forvitnileg hagfræðileg tilraun að afnema gjaldeyrishöft með lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokki! 8. Lánshæfismat getur ekki lækkað við aukna skuldsetningu. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út að líklegt sé að lánshæfiseinkunn Íslands hækki við samþykkt Icesave-samningsins en að lánshæfismat Íslenska ríkisins yrði fært í ruslflokk ef samningnum verður hafnað. Ákvörðun um lægri einkunn segist Moody‘s byggja á tveimur þáttum: 1) að þá fáist ekki 1,1 milljarður Bandaríkjadala sem eftir standa af lánum Norðurlandanna til að fjármagna gjaldeyrisvarasjóðinn og 2) að þá sé líklegt að gjaldeyrishöft muni verða til staðar lengur þar sem hemja þurfi útstreymi gjaldeyris. Lykilinn að áhættumati fjárfesta á ríkisskuldabréfamarkaði er ekki hve skuldsett ríki eru heldur hve greiðan aðgang þau hafa að lánsfjármagni til að endurfjármagna lán sín og þar skiptir lánshæfismat höfuðmáli. Nægir í því skyni að benda til skuldastöðu og lánshæfismats ríkja á borð við Japan, Belgíu, Bretland og Bandaríkin. 9. Enginn tekur lengur mark á matsfyrirtækjunum og því skiptir lægri einkunn engu máli. Það skiptir engu máli hvaða skoðun menn hafa á lánsmatsfyrirtækjunum. Þau eru einkunnargjafinn og hinn endanlegi dómari því alþjóðlegir fjárfestar í ríkisskuldabréfum horfa fyrst og fremst til lánshæfismats. Mörgum stofnanafjárfestum er t.a.m. bannað með lögum og reglugerðum að fjárfesta í ruslbréfum. Um það er ekki hægt að deila og við því er ekkert að gera. Eins og sést á þessari upptalningu er ég einlæglega þeirrar trúar að samþykkt Icesave-samninganna muni leiða til aukinnar efnahagslegrar velferðar fyrir Íslendinga. Ég tel mig hafa fært hér góð rök fyrir því að margar þeirra staðhæfinga sem heyrst hafa í umræðunni séu hindurvitni. Hitt ber þó að hafa í huga að ef efnahagshrunið hefur kennt mér eitthvað þá er það að vera ekki of viss í minni sök þegar kemur að umræðu um efnahagsmál – það er bæði sanngjarnt og rétt. En nákvæmlega eins og ég er tilbúinn að fara út í bílinn minn á morgnana og keyra til vinnu þrátt fyrir að ég viti að það séu líkur á því að lenda í bílslysi er ég tilbúinn að taka upplýsta áhættu og samþykkja Icesave. Það er ekkert líf að kúra skjálfandi undir sæng hræddur við allt og alla.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar