Umhugsunarefni Ögmundur Jónasson skrifar 15. júní 2011 07:00 Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. Niðurstaða meirihluta þessarar rannsóknarnefndar var sú að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins. Niðurstaða meirihluta Alþingis varð sú að þetta skyldi aðeins gilda um einn ráðherra, fyrrum forsætisráðherra Geir H. Haarde. Tillögurnar um hina þrjá voru felldar. Um þessa atkvæðagreiðslu ræði ég ekki frekar að sinni þótt tilefni væri til. Þetta var meirihlutavilji Alþingis. Í fréttaviðtölum og í Kastljósi Sjónvarps sagði Geir H. Haarde að hann ætlaði að „láta það eftir sér" að nafngreina þá menn sem bæru höfuðábyrgð á því hvernig fyrir sér væri komið og þar með „fyrstu pólitísku réttarhöldum Íslandssögunnar". Þetta voru Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sá sem þetta ritar. "Ég læt það eftir mér.“Fljótlega varð ég þess var að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði hitt í mark gagnvart fólki sem gjarnan vildi sjá málin þróast á þann veg sem hér var lagt upp með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, lét það nú einnig eftir sér að tjá sig um þetta mál og upplýsti, landsmönnum til fróðleiks, að „Ögmundur er raunar systursonur eins skeleggasta stalínista á Íslandi, Stefáns Ögmundssonar, sem hlaut harðasta dóminn fyrir árásina á Alþingishúsið 30. mars 1949 ...". Skilgreiningin á frænda mínum og lífsviðhorfum hans er að sjálfsögðu prófessorsins en dómurinn sem þarna er vísað til fólst í því að móðurbróðir minn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í unndirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftarlistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár. "Dálítið“ en ekki fráleitt?Í leiðara Fréttablaðsins 10. júní sagði að ýmsir leiddu nú að því getum að við, fyrrgreindir meintir höfuðpaurar í Landsdómsmálinu, værum „arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi sem á sínum tíma studdi sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum." Þetta segir ritstjórinn vera „dálítið" langsótt en hitt sé þó ljóst að við stöndum að því „að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann ...". Geir H. Haarde má að sjálfsögðu láta það eftir sér að vísa stuðningsmönnum sínum á þá sem hann telur vera sína verstu óvildarmenn. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson má mín vegna láta það eftir sér að vera hann sjálfur eins og við höfum kynnst honum svo vel í gegnum árin. Er ritstjóranum alvara?En ég hefði haldið að Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, hefði þurft að gera betur grein fyrir grafalvarlegum ásökunum sínum um að reglur réttarríkisins hafi verið þverbrotnar, til að koma höggi á einn mann. Eða hve vel skyldi ritstjórinn hafa gaumgæft orðaval sitt? Vefmiðillinn Pressan telur að Geir H. Haarde „hafi með snjöllum hætti snúið vörn í sókn í málsvörn sinni fyrir Landsdómi." Eflaust kann svo að vera ef menn kjósa að færa málsvörn úr málefnalegum farvegi frammi fyrir Landsdómi yfir í farveg pólitískra ærumeiðinga. Slíkur málatilbúnaður hlýtur þó að vera fleirum en mér umhugsunarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. Niðurstaða meirihluta þessarar rannsóknarnefndar var sú að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins. Niðurstaða meirihluta Alþingis varð sú að þetta skyldi aðeins gilda um einn ráðherra, fyrrum forsætisráðherra Geir H. Haarde. Tillögurnar um hina þrjá voru felldar. Um þessa atkvæðagreiðslu ræði ég ekki frekar að sinni þótt tilefni væri til. Þetta var meirihlutavilji Alþingis. Í fréttaviðtölum og í Kastljósi Sjónvarps sagði Geir H. Haarde að hann ætlaði að „láta það eftir sér" að nafngreina þá menn sem bæru höfuðábyrgð á því hvernig fyrir sér væri komið og þar með „fyrstu pólitísku réttarhöldum Íslandssögunnar". Þetta voru Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sá sem þetta ritar. "Ég læt það eftir mér.“Fljótlega varð ég þess var að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði hitt í mark gagnvart fólki sem gjarnan vildi sjá málin þróast á þann veg sem hér var lagt upp með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, lét það nú einnig eftir sér að tjá sig um þetta mál og upplýsti, landsmönnum til fróðleiks, að „Ögmundur er raunar systursonur eins skeleggasta stalínista á Íslandi, Stefáns Ögmundssonar, sem hlaut harðasta dóminn fyrir árásina á Alþingishúsið 30. mars 1949 ...". Skilgreiningin á frænda mínum og lífsviðhorfum hans er að sjálfsögðu prófessorsins en dómurinn sem þarna er vísað til fólst í því að móðurbróðir minn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í unndirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftarlistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár. "Dálítið“ en ekki fráleitt?Í leiðara Fréttablaðsins 10. júní sagði að ýmsir leiddu nú að því getum að við, fyrrgreindir meintir höfuðpaurar í Landsdómsmálinu, værum „arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi sem á sínum tíma studdi sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum." Þetta segir ritstjórinn vera „dálítið" langsótt en hitt sé þó ljóst að við stöndum að því „að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann ...". Geir H. Haarde má að sjálfsögðu láta það eftir sér að vísa stuðningsmönnum sínum á þá sem hann telur vera sína verstu óvildarmenn. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson má mín vegna láta það eftir sér að vera hann sjálfur eins og við höfum kynnst honum svo vel í gegnum árin. Er ritstjóranum alvara?En ég hefði haldið að Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, hefði þurft að gera betur grein fyrir grafalvarlegum ásökunum sínum um að reglur réttarríkisins hafi verið þverbrotnar, til að koma höggi á einn mann. Eða hve vel skyldi ritstjórinn hafa gaumgæft orðaval sitt? Vefmiðillinn Pressan telur að Geir H. Haarde „hafi með snjöllum hætti snúið vörn í sókn í málsvörn sinni fyrir Landsdómi." Eflaust kann svo að vera ef menn kjósa að færa málsvörn úr málefnalegum farvegi frammi fyrir Landsdómi yfir í farveg pólitískra ærumeiðinga. Slíkur málatilbúnaður hlýtur þó að vera fleirum en mér umhugsunarefni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar