Stjörnuhrellir Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 11. júlí 2011 06:00 Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa. Íslendingur, sem góðærið náði ekki að svipta sakleysinu, lætur ekki segja sér tvisvar að súperstjarna sé í bænum og mér finnst þetta því ósköp eðlilegt. Ég get þá allavega svarið af mér að kunna ekki gott að meta eftir of mörg partí með innfluttum poppstjörnum í Þingholtunum. Raunar held ég að kynstofn íslenskra, veraldarvanra heimsborgara hafi sem betur fer aldrei náð bólfestu þar sem útungunarstigið var truflað svo skyndilega á viðkvæmum tímapunkti. Við glötuðum ekki frumeiginleikum okkar; það merkilegasta í heimi er ennþá að frægir heimsæki Ísland og að þeir tali vel um okkur þegar þeir snúa heim. Og mér finnst bara mjög merkilegt að þekkja konu sem á frænda sem á mágkonu sem vinnur hjá viðburðarfyrirtæki og sú mágkona var beðin um að gera tilboð í jöklatúr með kappanum. Vinkonu minni, einlægum Bon Jovi aðdáanda alla tíð, var ekki skemmt yfir samlöndum sínum. Hún virkilega elskar Bon Jovi og meðan Bon Jovi dró það hallærislegasta fram í mér og öðrum hafði hún sig hæga og dvaldi innandyra meðan á dvöl hans stóð. Hún sagðist gera það af virðingu við goðið – að bíða inni meðan hann hvíldist hérlendis – því það væri ALVÖRU ÁST sagði hún og otaði fingrinum að mér. Henni þykir ekki mikið til okkar hinna koma sem geta ekki látið stjörnunar í friði. „Þetta fólk Júlía, sem finnst allt í einu sjúkt mikilvægt að flagga því að hafa séð hann í pylsusjoppum og knúsað á Laugavegi, það veit ekki hvað ást er. Hvar var þetta fólk þegar ég var 10 ára að syngja Living on a Prayer í burstann í speglinum heima? Hvar var þetta lið þegar ég var púuð niður á karókíbar klukkan 4 um nótt að syngja Bed of Roses um daginn? Þá var enginn Bon Jovi á Íslandi og öllum var sama um hann, annað en mér." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Því miður var ég að vinna alla þá daga sem Bon Jovi sólaði sig í Reykjavík en hefði ég verið stikkfrí er ég viss um að ég hefði náð að króa hann af á Laugaveginum og þvinga hann í myndatöku. Þegar Clint Eastwood dvaldi á landinu árið 2006 var ég einmitt í sumarfríi og fór eins oft og ég gat á hlaupabrettið í Laugum þar sem spurðist út að hann væri að æfa. Íslendingur, sem góðærið náði ekki að svipta sakleysinu, lætur ekki segja sér tvisvar að súperstjarna sé í bænum og mér finnst þetta því ósköp eðlilegt. Ég get þá allavega svarið af mér að kunna ekki gott að meta eftir of mörg partí með innfluttum poppstjörnum í Þingholtunum. Raunar held ég að kynstofn íslenskra, veraldarvanra heimsborgara hafi sem betur fer aldrei náð bólfestu þar sem útungunarstigið var truflað svo skyndilega á viðkvæmum tímapunkti. Við glötuðum ekki frumeiginleikum okkar; það merkilegasta í heimi er ennþá að frægir heimsæki Ísland og að þeir tali vel um okkur þegar þeir snúa heim. Og mér finnst bara mjög merkilegt að þekkja konu sem á frænda sem á mágkonu sem vinnur hjá viðburðarfyrirtæki og sú mágkona var beðin um að gera tilboð í jöklatúr með kappanum. Vinkonu minni, einlægum Bon Jovi aðdáanda alla tíð, var ekki skemmt yfir samlöndum sínum. Hún virkilega elskar Bon Jovi og meðan Bon Jovi dró það hallærislegasta fram í mér og öðrum hafði hún sig hæga og dvaldi innandyra meðan á dvöl hans stóð. Hún sagðist gera það af virðingu við goðið – að bíða inni meðan hann hvíldist hérlendis – því það væri ALVÖRU ÁST sagði hún og otaði fingrinum að mér. Henni þykir ekki mikið til okkar hinna koma sem geta ekki látið stjörnunar í friði. „Þetta fólk Júlía, sem finnst allt í einu sjúkt mikilvægt að flagga því að hafa séð hann í pylsusjoppum og knúsað á Laugavegi, það veit ekki hvað ást er. Hvar var þetta fólk þegar ég var 10 ára að syngja Living on a Prayer í burstann í speglinum heima? Hvar var þetta lið þegar ég var púuð niður á karókíbar klukkan 4 um nótt að syngja Bed of Roses um daginn? Þá var enginn Bon Jovi á Íslandi og öllum var sama um hann, annað en mér."
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun