Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar