Hverjir eru frjálslyndastir? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoðun og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhaldssamir, jafnvel ofstopafullir þjóðernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjálslyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og viðskiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópuþjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menningu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðsfjarri landamærum annarra Evrópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varðar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggjum afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnuvegina?En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofnana, endurskoðenda, hagsmunaaðila greinarinnar og sveitarfélaga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf landsins, þrátt fyrir allt þetta ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og verndun náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Rammaáætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötrum öfganna. En var það skynsamlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverfisráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta landslög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landamæri og flytja sem mest af matvælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heimsmarkaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuöryggi þjóðar, dýravernd, umhverfisvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunnar? Að ekki sé minnst á hve skynsamlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störfum og spara gjaldeyri. Staðreyndir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við framleiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðuöryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlindir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslyndastur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur mörgum orðið tíðrætt um frjálslyndi – hverjir séu það og hverjir ekki. Ýmsir hafa haldið því fram að þeir séu frjálslyndir en „hinir“, þ.e.a.s. þeir sem ekki aðhyllast sömu skoðun og þeir „frjálslyndu“, séu þar af leiðandi öfgafullir og afturhaldssamir, jafnvel ofstopafullir þjóðernissinnar. Það sérkennilegasta við þessa nýjustu „pissukeppni“ í frjálslyndi er að mælikvarði þeirra sem telja sig hafa einkarétt á frjálslyndinu virðist vera áhugi þeirra á að Ísland gerist aðili að tolla- og viðskiptabandalagi Evrópuþjóða – ESB. Margt er ólíkt meðal Evrópuþjóða eftir því hvort þær liggja norðan, sunnan eða í eystrihluta álfunnar. Þetta á við um menningu, atvinnu og auðlindir svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ísland, eyjan norður í Atlantshafi víðsfjarri landamærum annarra Evrópuþjóða, er enn frábrugðnari mörgum ef ekki flestum þessara ríkja hvað þessa sömu hluti varðar. Við erum t.a.m. ákaflega rík af auðlindum, atvinnuþátttaka önnur og meiri en víðast annarsstaðar og þær atvinnugreinar sem við byggjum afkomu okkar á gjörólíkar ESB-löndum en mun líkari löndum Vestur-Norðurlanda (Færeyjum og Grænlandi auk Íslands) og Noregs. Frjálslynd umræða um atvinnuvegina?En hvernig er umræðu um okkar mikilvægu atvinnugreinar háttað? Er umfjöllunin frjálslynd? Áform ríkisstjórnarflokkanna um að bylta sjávarútveginum virðast ýta allri skynsemi og frjálslyndi til hliðar. Eru það ekki öfgar, jafnvel ofstopi, þegar þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar lýsa því yfir að þrátt fyrir skýrslur hagfræðinga, umsagnir lánastofnana, endurskoðenda, hagsmunaaðila greinarinnar og sveitarfélaga, sem allir gagnrýna harðlega framkomið frumvarp og benda á að verði frumvarpið að lögum stórskaði það efnahagslíf landsins, þrátt fyrir allt þetta ætli ríkisstjórnin að breyta kerfinu með þessum hætti. Rök stjórnarliða eru „okkar“ er valdið, þetta stendur í stjórnarsáttmálanum. Það sé fleira til en hagfræði og ekki verði hlustað á grátkórinn! Umræða um virkjanir og verndun náttúrunnar hefur á liðnum árum verið með endemum. Full af ofstopa og upphrópunum. Rammaáætlunin um vernd og nýtingu átti að leysa þá umræðu úr fjötrum öfganna. En var það skynsamlegt af iðnaðarráðherra að breyta niðurstöðu faghópa um röðun virkjanakosta án upplýstrar frjálslyndrar umræðu? Umhverfisráðherra hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að brjóta landslög til að koma öfgastefnu sinni fram og skýrt afstöðu sína með þeim orðum að „hún sé í pólitík“. Stefna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í orkumálum mun seint teljast frjálslynd. Í sumar hefur verið hamast á íslenskum landbúnaði og hann sakaður um margt. Meðal annars hafa þeir sem telja sig frjálslynda talið nauðsynlegt að opna öll landamæri og flytja sem mest af matvælum inn til landsins. Í mínum bókum heitir það frjálshyggja að trúa á markaðinn og hann einn eigi að ráða. Ef lægsta heimsmarkaðsverð er lægra en innlend matvælaframleiðsla á samkvæmt frjálshyggjufræðunum að flytja þau inn. En hvað með fæðuöryggi þjóðar, dýravernd, umhverfisvernd, „slow food“ stefnuna? Er það ekki málefnaleg umræða í anda frjálslyndis að taka alla þessa þætti með í dæmið – en ekki bara markaðsvæðingu frjálshyggjunnar? Að ekki sé minnst á hve skynsamlegt það er að efla innlenda matvælaframleiðslu, fjölga störfum og spara gjaldeyri. Staðreyndir tala sínu máli. Innlend matvæli hafa hækkað um 8-35% á meðan innflutt matvæli hafa hækkað um 50-150% á sama tímabili. Við framleiðum innanlands u.þ.b. 50% af þeim matvælum sem við neytum. Öll samanburðarlönd okkar telja að það sé of lítið til að tryggja fæðuöryggi þjóða. Það virðist bæði skynsamlegt og í anda frjálslyndis að nýta auðlindir til lands og sjávar á hagkvæman og skynsamlegan hátt. Það er stórt orð Hákot og því skynsamlegast að fara varlega með yfirlýsingar um hver sé frjálslyndastur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar