Staðgöngumæðrun samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis 16. september 2011 06:00 Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Rannsókn prófessors Karen Busby tekur yfir allar birtar rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem voru 40 talsins á þeim tíma. Niðurstöður þeirra eru einróma sammála um afar góðan árangur staðgöngumæðrunar. Eins sýna þær að flest ef ekki öll þau álitaefni sem sett hafa verið fram í umræðunni hér á Íslandi eiga ekki við rök að styðjast. Í ályktun heilbrigðisnefndar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit. Faglegt mat, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða verði lögð til grundvallar við vinnu starfshóps, skipuðum af velferðarráðherra, við gerð frumvarps sem ráðherra leggi fram á Alþingi eigi síðar en 1. mars 2012. Flutningsmaður hinnar breyttu tillögu fyrir hönd heilbrigðisnefndar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni af hálfu heilbrigðisnefndar eru að bindandi samkomulag hefur verið fellt út og að tímaramminn hefur verið rýmkaður verulega, eða til 1. mars 2012. Staðganga styður heilshugar nefndarálit heilbrigðisnefndar með öllum þeim fyrirvörum sem þar koma fram og vonar að málið verði tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Rannsókn prófessors Karen Busby tekur yfir allar birtar rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem voru 40 talsins á þeim tíma. Niðurstöður þeirra eru einróma sammála um afar góðan árangur staðgöngumæðrunar. Eins sýna þær að flest ef ekki öll þau álitaefni sem sett hafa verið fram í umræðunni hér á Íslandi eiga ekki við rök að styðjast. Í ályktun heilbrigðisnefndar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit. Faglegt mat, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða verði lögð til grundvallar við vinnu starfshóps, skipuðum af velferðarráðherra, við gerð frumvarps sem ráðherra leggi fram á Alþingi eigi síðar en 1. mars 2012. Flutningsmaður hinnar breyttu tillögu fyrir hönd heilbrigðisnefndar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni af hálfu heilbrigðisnefndar eru að bindandi samkomulag hefur verið fellt út og að tímaramminn hefur verið rýmkaður verulega, eða til 1. mars 2012. Staðganga styður heilshugar nefndarálit heilbrigðisnefndar með öllum þeim fyrirvörum sem þar koma fram og vonar að málið verði tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar