Skálholt – Nýr biskup 17. september 2011 06:00 Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar