Í dag erum við öll Sandgerðingar 28. september 2011 06:00 Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar