Engin eftirsjá Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 3. október 2011 07:00 Ég er haldin mikilli úthverfabjartsýni í garð lottóvinninga. Sá sem ekki hefur lifað laugardagseftirmiðdag í útnárum borgarinnar veit ekki hvað ég er að tala um. Þessar nokkru hífuðu klukkustundir áður en sölukassar loka á laugardegi, börn send út í búð eftir lottó og camel. Fréttir og Fyrirmyndarfaðir. Svo einfalt. Svo gott. Latur meðaljón, sem ég er, gerir ekki ráð fyrir að detta ofan á gullæðar enda – hvað er sprotafyrirtæki aftur? Klára kannski háskólapróf, ferma börn, gera góð kaup í Nike outlet í Alicante og jú; vinna í lottó eða skafa 500.000 á happaþrennu er á dagskrá. Í árdaga var það þannig að ef það fréttist að einhver hefði unnið lottó eða í happdrætti, hvort sem var í Árbæ eða í Hafnarfirði, fóru hinar fjölskyldurnar sem ekki unnu í bíltúr og keyrðu hægt framhjá húsi viðkomandi. Börnin beltislaus aftur í og augun öll. Þarna átti Guðni heima sem hafði unnið milljón og einhverra hluta vegna er það svo að í öllum þessum sögum var vinningurinn bara aukabónus ofan á frábæra afkomu af kjúklingastaðnum. Enn þann dag í dag þekkir maður húsin sem þessi lukka fylgdi. En hverju gleðst maður þá yfir meðan maður bíður eftir séra lottó? Ótal litlum atriðum. Það er ekki aðeins mögulegt að gleðjast yfir litlu atriðunum sem maður kom í verk heldur er líka hægt að gleðjast yfir þeim vondu hugmyndum sem maður náði aldrei að koma í verk. Sautján árum eftir að mig dreymdi um að fá mér rauða rós á upphandlegg (sá líka fyrir mér sól) horfi ég á holdugan handlegg minn og er því fegin að svo varð ekki. Tek fram að þeir sem ég rekst á í pottinum með höfrunga, gaddavír, draumstafinn eða kínversku á upphandlegg eða ökkla njóta þó alltaf aðdáunar og virðingar um leið og ég er hjartans fegin. Og viðkomandi er velkomið að horfa á mig og kætast yfir því í hjarta sér að hafa aldrei látið vaxa á sér augabrúnirnar (ekki gera það, þær vaxa ekki aftur). Þessi óvænta gleði sem ég fann til yfir því að vera ekki dæmd til að vera alltaf í félagsskap upplitaðrar rósar í sundlaugunum varð til þess að úr varð listi yfir gleðilegar vondar hugmyndir sem aldrei urðu. Sem er fínasta skemmtun á meðan beðið er eftir lottó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Ég er haldin mikilli úthverfabjartsýni í garð lottóvinninga. Sá sem ekki hefur lifað laugardagseftirmiðdag í útnárum borgarinnar veit ekki hvað ég er að tala um. Þessar nokkru hífuðu klukkustundir áður en sölukassar loka á laugardegi, börn send út í búð eftir lottó og camel. Fréttir og Fyrirmyndarfaðir. Svo einfalt. Svo gott. Latur meðaljón, sem ég er, gerir ekki ráð fyrir að detta ofan á gullæðar enda – hvað er sprotafyrirtæki aftur? Klára kannski háskólapróf, ferma börn, gera góð kaup í Nike outlet í Alicante og jú; vinna í lottó eða skafa 500.000 á happaþrennu er á dagskrá. Í árdaga var það þannig að ef það fréttist að einhver hefði unnið lottó eða í happdrætti, hvort sem var í Árbæ eða í Hafnarfirði, fóru hinar fjölskyldurnar sem ekki unnu í bíltúr og keyrðu hægt framhjá húsi viðkomandi. Börnin beltislaus aftur í og augun öll. Þarna átti Guðni heima sem hafði unnið milljón og einhverra hluta vegna er það svo að í öllum þessum sögum var vinningurinn bara aukabónus ofan á frábæra afkomu af kjúklingastaðnum. Enn þann dag í dag þekkir maður húsin sem þessi lukka fylgdi. En hverju gleðst maður þá yfir meðan maður bíður eftir séra lottó? Ótal litlum atriðum. Það er ekki aðeins mögulegt að gleðjast yfir litlu atriðunum sem maður kom í verk heldur er líka hægt að gleðjast yfir þeim vondu hugmyndum sem maður náði aldrei að koma í verk. Sautján árum eftir að mig dreymdi um að fá mér rauða rós á upphandlegg (sá líka fyrir mér sól) horfi ég á holdugan handlegg minn og er því fegin að svo varð ekki. Tek fram að þeir sem ég rekst á í pottinum með höfrunga, gaddavír, draumstafinn eða kínversku á upphandlegg eða ökkla njóta þó alltaf aðdáunar og virðingar um leið og ég er hjartans fegin. Og viðkomandi er velkomið að horfa á mig og kætast yfir því í hjarta sér að hafa aldrei látið vaxa á sér augabrúnirnar (ekki gera það, þær vaxa ekki aftur). Þessi óvænta gleði sem ég fann til yfir því að vera ekki dæmd til að vera alltaf í félagsskap upplitaðrar rósar í sundlaugunum varð til þess að úr varð listi yfir gleðilegar vondar hugmyndir sem aldrei urðu. Sem er fínasta skemmtun á meðan beðið er eftir lottó.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun