Aldrei of seint að takast á við ofbeldi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. október 2011 06:00 Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á. Guðrún Ebba hefur einnig greint frá því hversu treglega henni gekk að ná eyrum kirkjunnar sem kaus föður hennar í embætti biskups og varði hann þegar konur sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu komu fram með ásakanir sínar. Að bréf Guðrúnar Ebbu skuli hafa legið óskráð og ósvarað í fórum biskups þar til fjallað var um mál hennar í DV nærri hálfu öðru ári síðar er ekki bara með ólíkindum heldur til háborinnar skammar þeim sem þá ábyrgð bera. Sömuleiðis er sérkennilegt tómlæti kirkjuráðs, sem boðar hana til fundar í kjölfar umfjöllunarinnar, hlýðir á óhugnanlega frásögn hennar en hefur ekki mátt til þess að bregðast við henni á nokkurn hátt þar og þá. Á hinn bóginn var heillaskref að kirkjan skyldi skipa rannsóknarnefnd til að fjalla um viðbrögð kirkjunnar við kynferðisbrotum. Það er afar mikilvægt að kirkjan og þeir sem hana leiða axli ábyrgð í samræmi við greiningu rannsóknarnefndarinnar. Kirkjuþing fram undan sker úr um það. Frásögn Guðrúnar Ebbu leiðir hugann að öllu því fólki, konum og körlum, á öllum aldri, sem hefur gengið í gegnum þann ólýsanlega sársauka sem því fylgir að vera misnotaður af þeim sem það treysti. Af þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu manna sem tengjast þeim nánum fjölskylduböndum hefur líklega ekki nema lítill hluti leitað hjálpar til að vinna úr skaða sínum. Það er fyrst og síðast fyrir þennan hóp sem Guðrún Ebba stígur fram og segir óbærilega sársaukafulla sögu sína. „Það verður að koma eitthvað gott út úr þessu,“ eins og hún orðar það sjálf. Hún snýr sér að öllum þeim sem hafa orðið fyrir andstyggilegu ofbeldi af hálfu þeirra sem áttu að verja þau og hvetur þau til þess að hætta að bera sársaukafulla reynslu sínu í hljóði og segja frá henni og vinna úr henni. „Það er aldrei of seint og það er alls staðar hjálp að fá,“ sagði Guðrún Ebba í viðtali á Rúv á sunnudagskvöld. Það er vissulega sársaukafullt að rifja upp atburði sem fólk hefur varið lífi sínu í að reyna að gleyma vegna þess að það hefur talið óminnið bestu vörnina gegn sársaukanum. Hinir sem tekist hafa á við sársauka sinn eru þó til vitnis um að sú vinna skilar sér margfalt til baka. Hugrökku fólki eins og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur verður seint fullþakkað fyrir framlag sitt til að bæta heiminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á. Guðrún Ebba hefur einnig greint frá því hversu treglega henni gekk að ná eyrum kirkjunnar sem kaus föður hennar í embætti biskups og varði hann þegar konur sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu komu fram með ásakanir sínar. Að bréf Guðrúnar Ebbu skuli hafa legið óskráð og ósvarað í fórum biskups þar til fjallað var um mál hennar í DV nærri hálfu öðru ári síðar er ekki bara með ólíkindum heldur til háborinnar skammar þeim sem þá ábyrgð bera. Sömuleiðis er sérkennilegt tómlæti kirkjuráðs, sem boðar hana til fundar í kjölfar umfjöllunarinnar, hlýðir á óhugnanlega frásögn hennar en hefur ekki mátt til þess að bregðast við henni á nokkurn hátt þar og þá. Á hinn bóginn var heillaskref að kirkjan skyldi skipa rannsóknarnefnd til að fjalla um viðbrögð kirkjunnar við kynferðisbrotum. Það er afar mikilvægt að kirkjan og þeir sem hana leiða axli ábyrgð í samræmi við greiningu rannsóknarnefndarinnar. Kirkjuþing fram undan sker úr um það. Frásögn Guðrúnar Ebbu leiðir hugann að öllu því fólki, konum og körlum, á öllum aldri, sem hefur gengið í gegnum þann ólýsanlega sársauka sem því fylgir að vera misnotaður af þeim sem það treysti. Af þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu manna sem tengjast þeim nánum fjölskylduböndum hefur líklega ekki nema lítill hluti leitað hjálpar til að vinna úr skaða sínum. Það er fyrst og síðast fyrir þennan hóp sem Guðrún Ebba stígur fram og segir óbærilega sársaukafulla sögu sína. „Það verður að koma eitthvað gott út úr þessu,“ eins og hún orðar það sjálf. Hún snýr sér að öllum þeim sem hafa orðið fyrir andstyggilegu ofbeldi af hálfu þeirra sem áttu að verja þau og hvetur þau til þess að hætta að bera sársaukafulla reynslu sínu í hljóði og segja frá henni og vinna úr henni. „Það er aldrei of seint og það er alls staðar hjálp að fá,“ sagði Guðrún Ebba í viðtali á Rúv á sunnudagskvöld. Það er vissulega sársaukafullt að rifja upp atburði sem fólk hefur varið lífi sínu í að reyna að gleyma vegna þess að það hefur talið óminnið bestu vörnina gegn sársaukanum. Hinir sem tekist hafa á við sársauka sinn eru þó til vitnis um að sú vinna skilar sér margfalt til baka. Hugrökku fólki eins og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur verður seint fullþakkað fyrir framlag sitt til að bæta heiminn.