Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku 12. október 2011 06:00 Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar