Töfrar í tónlistarhúsi Kjartan Ólafsson skrifar 25. október 2011 06:00 Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar