Smokkurinn lengi lifi! 29. október 2011 06:00 Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar