Ég drep þig eftir þrjá daga Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Hvernig gerist það að maður er á flótta og fer á milli landa á fölsuðum skilríkjum? Til dæmis svona: Það geisar stríð, ringulreiðin er algjör, hættur allt í kring. Hér getið hvorki þið né börnin ykkar verið. En úps, skilríkin ykkar hafa glatast í öllu saman. Varasamt getur líka verið að segja rétt nafn, auk þess sem þjóðerni ykkar gæti orðið til þess að þið yrðuð stoppuð samstundis á landamærum. Þetta getur einnig gerst svona, líkt og í tilfelli nokkurra þeirra kvenna sem komu á Akranes sem flóttamenn: Ítrekaðar morðhótanir hafa borist heim til ykkar. Hótanir þar sem ykkur er tilkynnt að þið verðið drepin að þremur dögum liðnum ef þið snautið ekki í burtu og úr landi. Þið eruð hins vegar ríkisfangslaus. Eigið þar af leiðandi ekki vegabréf. Hvernig komist þið burt? Fölsuð skilríki verða líflínan. En um leið verða þau glæpurinn. Því auðvitað á alls ekki að fara á milli landa á fölsuðum pappírum. Allir kostirnir í stöðunni eru slæmir – veldu núna. Ætlarðu að vera eða reyna að flýja? Vetrarkvöld í Reykjavík, ískuldi úti við. Umræða um hælisleitendur og flóttamenn stendur yfir. „Og svo ferðast fólkið oft um á fölsku nafni." Þungbúinn þingmaður er í pontu í litlum sal. Búið er að gera nokkra nýja hælisleitendur tortryggilega, meðal annars því þeir hafi komið til Íslands á sviknum pappírum. Einhver spyr hvort það þýði að mennirnir hafi nauðsynlega óhreint mjöl í pokahorninu. „Af hverju ættu menn að fara um á fölsku nafni?" heyrist úr pontunni. Keflavíkurflugvöllur, vor, sumar, vetur, haust. Fólk kemur til landsins með pappíra sem virðast vera falsaðir, það segist vera á flótta, hafa sætt ofsóknum og sækir um vernd. Hvað skal gert? Í samningi um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 er kveðið á um að aðildarríki skuli ekki beita refsingum gagnvart flóttamönnum út af ólöglegri komu þeirra frá landi þar sem lífi þeirra var ógnað. Gefi þeir sig samstundis fram við stjórnvöld, það er, og tilgreini gildar ástæður fyrir öllu saman. Á Íslandi hefur fólk engu að síður verið ákært og dæmt. Dæmi er um fólk sem bað um hæli hér á landi og fékk alþjóðlega vernd – viðurkenningu á stöðu sinni – en þurfti að byrja nýtt líf með dóm á bakinu. Ó, þú indæla land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Hvernig gerist það að maður er á flótta og fer á milli landa á fölsuðum skilríkjum? Til dæmis svona: Það geisar stríð, ringulreiðin er algjör, hættur allt í kring. Hér getið hvorki þið né börnin ykkar verið. En úps, skilríkin ykkar hafa glatast í öllu saman. Varasamt getur líka verið að segja rétt nafn, auk þess sem þjóðerni ykkar gæti orðið til þess að þið yrðuð stoppuð samstundis á landamærum. Þetta getur einnig gerst svona, líkt og í tilfelli nokkurra þeirra kvenna sem komu á Akranes sem flóttamenn: Ítrekaðar morðhótanir hafa borist heim til ykkar. Hótanir þar sem ykkur er tilkynnt að þið verðið drepin að þremur dögum liðnum ef þið snautið ekki í burtu og úr landi. Þið eruð hins vegar ríkisfangslaus. Eigið þar af leiðandi ekki vegabréf. Hvernig komist þið burt? Fölsuð skilríki verða líflínan. En um leið verða þau glæpurinn. Því auðvitað á alls ekki að fara á milli landa á fölsuðum pappírum. Allir kostirnir í stöðunni eru slæmir – veldu núna. Ætlarðu að vera eða reyna að flýja? Vetrarkvöld í Reykjavík, ískuldi úti við. Umræða um hælisleitendur og flóttamenn stendur yfir. „Og svo ferðast fólkið oft um á fölsku nafni." Þungbúinn þingmaður er í pontu í litlum sal. Búið er að gera nokkra nýja hælisleitendur tortryggilega, meðal annars því þeir hafi komið til Íslands á sviknum pappírum. Einhver spyr hvort það þýði að mennirnir hafi nauðsynlega óhreint mjöl í pokahorninu. „Af hverju ættu menn að fara um á fölsku nafni?" heyrist úr pontunni. Keflavíkurflugvöllur, vor, sumar, vetur, haust. Fólk kemur til landsins með pappíra sem virðast vera falsaðir, það segist vera á flótta, hafa sætt ofsóknum og sækir um vernd. Hvað skal gert? Í samningi um réttarstöðu flóttamanna frá 1951 er kveðið á um að aðildarríki skuli ekki beita refsingum gagnvart flóttamönnum út af ólöglegri komu þeirra frá landi þar sem lífi þeirra var ógnað. Gefi þeir sig samstundis fram við stjórnvöld, það er, og tilgreini gildar ástæður fyrir öllu saman. Á Íslandi hefur fólk engu að síður verið ákært og dæmt. Dæmi er um fólk sem bað um hæli hér á landi og fékk alþjóðlega vernd – viðurkenningu á stöðu sinni – en þurfti að byrja nýtt líf með dóm á bakinu. Ó, þú indæla land.