Höfuðborg og flugvöllur allra landsmanna 9. nóvember 2011 06:00 Það er lögmál að borgir og bæir myndast oftast á krossgötum, sem draga að sér verslun og þjónustu. Innlend dæmi eru Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss en erlend dæmi eru Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Reykjavík myndaðist þar sem sjóleið og landleið mættust við gömlu Reykjavíkurhöfn á þeim tímum sem dönsku konungarnir, Þórbergur, Lindberg og Nóbelsskáldið tóku land í Reykjavíkurhöfn. Síðan bættist flugvöllurinn við rétt við Kvosina. Fljótlega myndaðist andstaða við flugvöllinn á þeim forsendum að hann tæki rými frá miðborginni. En forsendurnar, sem voru í upphafi fyrir þessari andstöðu, hafa breyst. Gildi gömlu hafnarinnar hefur minnkað með tilkomu Sundahafnar en það eru þó smámunir miðað við það að stærstu krossgötur landsins eru nú á svæðinu Smárinn-Mjódd-Ártúnshöfði en ekki í Kvosinni og þangað hafa verslun og þjónusta leitað og munu gera áfram. Um þessar krossgötur liggur frá norðri til suðurs landleiðin frá Vesturlandi og Norðurlandi í gegnum Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð til Suðurnesja og einnig landleiðin frá austri til vesturs frá Austurlandi og Suðurlandi til Reykjavíkur og Suðurnesja. Þungamiðja íbúðabyggðar á Reykjavíkursvæðinu hefur flust í austur um fjóra kílómetra og er nú innst í Fossvogi. Þungamiðja atvinnustarfseminnar hefur líka flust eina þrjá kílómetra í austur. Reykjavíkurflugvöllur hefur því færst frá því að liggja rétt við miðjuna fyrir 60 árum og er nú um 5 kílómetra frá krossgötunum miklu og 4 kílómetra frá þungamiðju íbúðabyggðarinnar. Skoðum nánar helstu röksemdir fyrir því að leggja flugvöllinn niður og gagnrökin. 1. Flugvöllurinn tekur allt of mikið rými. Svar: Flugvallarsvæðið er 7% af flatarmáli Reykjavíkur vestan Elliðaáa, álíka stórt og Reykjavíkurhafnirnar sem engum dettur í hug að leggja niður. Miklabrautin ein tekur helming rýmis flugvallarins og enginn berst fyrir því að leggja hana niður. 2. Ef flugvöllurinn verður lagður niður verður hægt að endurheimta þá stöðu að miðborg Reykjavíkur verði í og við Vatnsmýrina. Svar: Stærstu krossgötur landsins verða samt áfram á sama stað, 5 kílómetrum austar, og þangað leita áfram verslun og þjónusta. Hvaðan á að flytja allt það fólk, sem á að eiga heima við Vatnsmýrina? Úr úthverfunum og nágrannabæjunum? Eða tæma landsbyggðina? Hvernig ætla menn að leysa samgönguvandamálin sem skapast? 3. Með því að selja lóðir á flugvallarsvæðinu græðast tugir milljarða króna. Svar: Detta þessir milljarðar af himnum ofan eins og Manna í Biblíunni? Einhverjir hljóta að borga þessa peninga og taka þá úr öðru. 4. Það er tilvist Reykjavíkurflugvallar að kenna að byggt var austan Elliðaáa. Svar: Á höfuðborgarsvæðinu austan Elliðaáa og sunnan Fossvogs búa nú um 130 þúsund manns. Hefðu þeir allir komist fyrir í Vatnsmýrinni? 5. Höfuðborgarsvæðið er af völdum flugvallarins miklu strjálbýlla en sambærileg borgarsamfélög erlendis. Svar: Þarna er notaður samanburður við gamlar milljónaborgir í Evrópu. Norræn skýrsla um 16 borgarsamfélög á Norðurlöndum sýnir að þær 9 borgir í þessum samanburði, sem eru álíka stórar og Reykjavík, eru álíka dreifbyggðar og Reykjavík. Skipulag höfuðborgarsvæðisins er hins vegar verst vegna flokkspólitískrar skiptingar þess í upphafi. 6. Það er einstætt að flogið sé yfir þéttbýli í aðflugi að flugvelli eins og gert er í Reykjavík. Svar: Þetta gekk í einhverja fyrir 60 árum en nú vita Íslendingar vegna flugferða sinna erlendis að þetta er ekki rétt. Dæmi: Það er flugvöllur við miðborg London og í Los Angeles eru fjórir flugvellir og aðeins einn flugbrautarendi liggur ekki yfir þéttbýli. 7. Best er að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur: Svar: Það myndi þýða að ferðaleið manns sem fer fram og til baka á milli Akureyrar og Reykjavíkur lengdist samtals um 162 kílómetra. Til er alþjóðlegt hugtak, „virkt borgarsamfélag“ eða „FUA, functional urban area“. Ein forsenda þess er sú að það taki minna en 45 mínútur að fara frá jaðri þess inn að miðju. Í raun er Akureyri á höfuðborgarsvæðinu á meðan flugvöllurinn er í Reykjavík. Að leggja flugvöllinn niður samsvarar því að höfuðborgin hendi í burtu 17 þúsund manna úthverfi. 8. Flugvöllurinn er nú miklu nær miðborg en nokkurs staðar annars staðar. Svar: Meðalvegalengd flugvalla heimsins frá borgarmiðju er 7 kílómetrar. Staðsetning innanlandsflugs í Keflavík yrði með eindæmum slæm, með lengstu mögulegu flugleiðum til allra áfangastaða. 9. Flytja má völlinn upp á Hólmsheiði. Svar: Hólmsheiði er álíka langt frá krossgötunum stóru og núverandi flugvöllur og á heiðinni er verra flugveður. Bygging flugvallar á heiðinni þýðir þrjá gerninga: Flugvöllur rifinn, íbúðabyggð reist og flugvöllur byggður. Ef menn vilja endilega reisa nýja byggð í fimm kílómetra fjarlægð frá krossgötunum er hægt að fækka gerningunum niður í einn og reisa íbúðabyggð á Hólmsheiði í stað Vatnsmýrar og málið dautt. 10. Íbúarnir í nýrri Vatnsmýrarbyggð myndu efla mjög verslun í gamla miðbænum og á Laugavegi. Svar: Það er jafnstutt að fara þaðan í Kringluna og jafnbetra veður þar innandyra. 11. Íbúðabyggð í Vatnsmýri myndi minnka umferð í Reykjavík um 40% og fækka umferðarslysum um 40%. Svar: Þetta er fráleit niðurstaða, jafnvel þótt forsendan væri sú að allir íbúar hverfisins stunduðu atvinnu innan þess, sem er ómögulegt í þjóðfélagi þar sem atvinnufrelsi ríkir. 12. Reykjavíkurflugvöllur er málefni Reykvíkinga einna. Svar: Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og flugvöllurinn sömuleiðis. Hægt væri að bæta hann stórlega með því að lengja vestur-austurbrautina, leggja núverandi norður-suðurbraut niður svo að rými losni fyrir vestan Háskólann í Reykjavík og gera í staðinn stutta norður-suðurbraut þar sem Skeljungsstöðin gamla var. Þá myndi líka losna rými í Vatnsmýri, flug yfir Kársnes leggjast af og flug yfir Kvosina verða hverfandi. Flugvöllurinn er á réttum stað og fær vonandi að vera það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Það er lögmál að borgir og bæir myndast oftast á krossgötum, sem draga að sér verslun og þjónustu. Innlend dæmi eru Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss en erlend dæmi eru Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Reykjavík myndaðist þar sem sjóleið og landleið mættust við gömlu Reykjavíkurhöfn á þeim tímum sem dönsku konungarnir, Þórbergur, Lindberg og Nóbelsskáldið tóku land í Reykjavíkurhöfn. Síðan bættist flugvöllurinn við rétt við Kvosina. Fljótlega myndaðist andstaða við flugvöllinn á þeim forsendum að hann tæki rými frá miðborginni. En forsendurnar, sem voru í upphafi fyrir þessari andstöðu, hafa breyst. Gildi gömlu hafnarinnar hefur minnkað með tilkomu Sundahafnar en það eru þó smámunir miðað við það að stærstu krossgötur landsins eru nú á svæðinu Smárinn-Mjódd-Ártúnshöfði en ekki í Kvosinni og þangað hafa verslun og þjónusta leitað og munu gera áfram. Um þessar krossgötur liggur frá norðri til suðurs landleiðin frá Vesturlandi og Norðurlandi í gegnum Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð til Suðurnesja og einnig landleiðin frá austri til vesturs frá Austurlandi og Suðurlandi til Reykjavíkur og Suðurnesja. Þungamiðja íbúðabyggðar á Reykjavíkursvæðinu hefur flust í austur um fjóra kílómetra og er nú innst í Fossvogi. Þungamiðja atvinnustarfseminnar hefur líka flust eina þrjá kílómetra í austur. Reykjavíkurflugvöllur hefur því færst frá því að liggja rétt við miðjuna fyrir 60 árum og er nú um 5 kílómetra frá krossgötunum miklu og 4 kílómetra frá þungamiðju íbúðabyggðarinnar. Skoðum nánar helstu röksemdir fyrir því að leggja flugvöllinn niður og gagnrökin. 1. Flugvöllurinn tekur allt of mikið rými. Svar: Flugvallarsvæðið er 7% af flatarmáli Reykjavíkur vestan Elliðaáa, álíka stórt og Reykjavíkurhafnirnar sem engum dettur í hug að leggja niður. Miklabrautin ein tekur helming rýmis flugvallarins og enginn berst fyrir því að leggja hana niður. 2. Ef flugvöllurinn verður lagður niður verður hægt að endurheimta þá stöðu að miðborg Reykjavíkur verði í og við Vatnsmýrina. Svar: Stærstu krossgötur landsins verða samt áfram á sama stað, 5 kílómetrum austar, og þangað leita áfram verslun og þjónusta. Hvaðan á að flytja allt það fólk, sem á að eiga heima við Vatnsmýrina? Úr úthverfunum og nágrannabæjunum? Eða tæma landsbyggðina? Hvernig ætla menn að leysa samgönguvandamálin sem skapast? 3. Með því að selja lóðir á flugvallarsvæðinu græðast tugir milljarða króna. Svar: Detta þessir milljarðar af himnum ofan eins og Manna í Biblíunni? Einhverjir hljóta að borga þessa peninga og taka þá úr öðru. 4. Það er tilvist Reykjavíkurflugvallar að kenna að byggt var austan Elliðaáa. Svar: Á höfuðborgarsvæðinu austan Elliðaáa og sunnan Fossvogs búa nú um 130 þúsund manns. Hefðu þeir allir komist fyrir í Vatnsmýrinni? 5. Höfuðborgarsvæðið er af völdum flugvallarins miklu strjálbýlla en sambærileg borgarsamfélög erlendis. Svar: Þarna er notaður samanburður við gamlar milljónaborgir í Evrópu. Norræn skýrsla um 16 borgarsamfélög á Norðurlöndum sýnir að þær 9 borgir í þessum samanburði, sem eru álíka stórar og Reykjavík, eru álíka dreifbyggðar og Reykjavík. Skipulag höfuðborgarsvæðisins er hins vegar verst vegna flokkspólitískrar skiptingar þess í upphafi. 6. Það er einstætt að flogið sé yfir þéttbýli í aðflugi að flugvelli eins og gert er í Reykjavík. Svar: Þetta gekk í einhverja fyrir 60 árum en nú vita Íslendingar vegna flugferða sinna erlendis að þetta er ekki rétt. Dæmi: Það er flugvöllur við miðborg London og í Los Angeles eru fjórir flugvellir og aðeins einn flugbrautarendi liggur ekki yfir þéttbýli. 7. Best er að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur: Svar: Það myndi þýða að ferðaleið manns sem fer fram og til baka á milli Akureyrar og Reykjavíkur lengdist samtals um 162 kílómetra. Til er alþjóðlegt hugtak, „virkt borgarsamfélag“ eða „FUA, functional urban area“. Ein forsenda þess er sú að það taki minna en 45 mínútur að fara frá jaðri þess inn að miðju. Í raun er Akureyri á höfuðborgarsvæðinu á meðan flugvöllurinn er í Reykjavík. Að leggja flugvöllinn niður samsvarar því að höfuðborgin hendi í burtu 17 þúsund manna úthverfi. 8. Flugvöllurinn er nú miklu nær miðborg en nokkurs staðar annars staðar. Svar: Meðalvegalengd flugvalla heimsins frá borgarmiðju er 7 kílómetrar. Staðsetning innanlandsflugs í Keflavík yrði með eindæmum slæm, með lengstu mögulegu flugleiðum til allra áfangastaða. 9. Flytja má völlinn upp á Hólmsheiði. Svar: Hólmsheiði er álíka langt frá krossgötunum stóru og núverandi flugvöllur og á heiðinni er verra flugveður. Bygging flugvallar á heiðinni þýðir þrjá gerninga: Flugvöllur rifinn, íbúðabyggð reist og flugvöllur byggður. Ef menn vilja endilega reisa nýja byggð í fimm kílómetra fjarlægð frá krossgötunum er hægt að fækka gerningunum niður í einn og reisa íbúðabyggð á Hólmsheiði í stað Vatnsmýrar og málið dautt. 10. Íbúarnir í nýrri Vatnsmýrarbyggð myndu efla mjög verslun í gamla miðbænum og á Laugavegi. Svar: Það er jafnstutt að fara þaðan í Kringluna og jafnbetra veður þar innandyra. 11. Íbúðabyggð í Vatnsmýri myndi minnka umferð í Reykjavík um 40% og fækka umferðarslysum um 40%. Svar: Þetta er fráleit niðurstaða, jafnvel þótt forsendan væri sú að allir íbúar hverfisins stunduðu atvinnu innan þess, sem er ómögulegt í þjóðfélagi þar sem atvinnufrelsi ríkir. 12. Reykjavíkurflugvöllur er málefni Reykvíkinga einna. Svar: Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og flugvöllurinn sömuleiðis. Hægt væri að bæta hann stórlega með því að lengja vestur-austurbrautina, leggja núverandi norður-suðurbraut niður svo að rými losni fyrir vestan Háskólann í Reykjavík og gera í staðinn stutta norður-suðurbraut þar sem Skeljungsstöðin gamla var. Þá myndi líka losna rými í Vatnsmýri, flug yfir Kársnes leggjast af og flug yfir Kvosina verða hverfandi. Flugvöllurinn er á réttum stað og fær vonandi að vera það áfram.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar