Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni Teitur Atlason skrifar 1. desember 2011 06:00 Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið. SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá tilefni til að senda þau til lögreglunnar til rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is og en þar eru öll SMS „logguð" og misnotkun varðar við lög. Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að hafa í einhvers konar örvilnan eða stundarbrjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest það. Þau voru send skipulega á þriggja daga tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs aflsmunar gegn mér. Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í grein sinni „Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar". En hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið. SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá tilefni til að senda þau til lögreglunnar til rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is og en þar eru öll SMS „logguð" og misnotkun varðar við lög. Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að hafa í einhvers konar örvilnan eða stundarbrjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest það. Þau voru send skipulega á þriggja daga tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs aflsmunar gegn mér. Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í grein sinni „Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar". En hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar