Dagur leikskólans Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2012 12:54 Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar