Markús: Hver fullyrti að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif ? Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 15:35 Össur Skarphéðinsson heilsar Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara þegar hann mætir fyrir Landsdóm. mynd/ gva. Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira