Vatnið okkar – auðlind til framtíðar 22. mars 2012 06:00 Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni. Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu. Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016. Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum. Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni. Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetra af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu. Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016. Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum. Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar