Til skoðunar að afturkalla veiðiheimild Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2012 11:00 Húsleit í gangi Fyrir helgi gerðu starfsmenn sérstaks saksóknara húsleit í húsakynnum Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjaldeyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyrislögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innanríkisráðherra að ásakanirnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvótafrumvarpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðlabankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarpsins hefur verið vísað til þess að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjaldeyrishöftum með því að fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómálefnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir húsleitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira