Hugmyndin um að gelda Alþingi er vond Ólafur Hauksson skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnlagaráðs um fyrirkomulag Alþingiskosninga er vægast sagt vond. Reyndar sker hún sig úr, því flestallt annað í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er sallafínt. Ef kosið verður til Alþingis að hætti stjórnlagaráðs, þá verður varla til starfhæfur stjórnmálaflokkur, smölun „villikatta“ verður óviðráðanleg og sérhagsmunahópar munu ráða ríkjum. Sumir kynnu að segja að svona sé það nú þegar, en sá hinn sami á þá eftir að verða feginn núverandi ástandi. Stjórnlagaráð leggur upp með mjög flókið ferli í þingkosningum. „Samtök frambjóðenda“ (ekki stjórnmálaflokkar) bjóði sig fram. Hægt verði að bjóða fram landslista og kjördæmislista. Ýmist geti kjósandinn valið einn lista, eða krossað við ákveðna frambjóðendur af hvaða lista sem honum sýnist. „Samtök frambjóðenda“ mega ekki lengur raða upp framboðslistum, heldur verður sá frambjóðandi þingmaður sem fær flesta krossa. Hugmynd stjórnlagaráðs er að Alþingiskosningar verði miklu fremur persónukjör en flokkakjör. Þannig megi laða meira af hæfu fólki í framboð, sem þá þarf ekki að vinna sér stuðning innan stjórnmálaflokks. Þarna yfirsést stjórnlagaráði mikilvægi stjórnmálaflokka. Þeir móta stefnu fyrir kjörtímabilið, hljóta atkvæði út á fyrirheit sín og út á fyrri reynslu. Kjósandinn getur refsað flokknum í næstu kosningum ef þurfa þykir. Flokkurinn reynir því eftir bestu getu að standa við sitt. Ruglingslegt persónukjör rústar þessu og gerir ekkert annað en gelda Alþingi. Útkoman verður anarkí að kalífornískum hætti. Á endanum situr þjóðin uppi með 63 „villiketti“ sem hafa litlar sem engar skyldur við stefnu „samtaka frambjóðenda“ og hafa ekki hugmynd um hverra fulltrúar þeir eru. Kjósendur hafa heldur engar skyldur um aðhald við þingmenn, hvað þá flokka, því þeir vita varla hverja þeir studdu. Í slíkum kosningum mun frægðarfólk eiga mestu möguleika á að ná kjöri, líkt og reyndin var með kosningarnar til stjórnlagaþings. Frægðarfólk er ekki endilega það sama og hæfir einstaklingar. Færra er um frægðarfólk á landsbyggðinni en suðvesturhorninu og því viðbúið að hinir persónukjörnu þingmenn verði flestallir þaðan. Ekki bætir úr skák að stjórnlagaráð vill að 2% kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi og 10% geti lagt fram frumvarp til laga á Alþingi. Þetta þýðir að um 4.600 manns geta tekið sig saman um þingmálin – sem er létt verk og löðurmannlegt á tímum samfélagsmiðlanna. Til hvers er þjóðin að velja fulltrúa á Alþingi til að stjórna landinu, ef nokkur þúsund manns geta stöðugt tekið fram fyrir hendurnar á þeim? Hvar liggur þá endanleg ábyrgð þingsins? Þessar hugmyndir stjórnlagaráðs eru ávísun á stjórnleysi og ábyrgðarleysi. Þær vinna þannig gegn lýðræðinu og eru í andstöðu við grundvallarsjónarmið stjórnlagaráðs um aukna ábyrgð kjósenda og aukna sátt í þjóðfélaginu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar