Hryggð yfir alþingishúsinu Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir sorg og leiða yfir stjórnmálaástandinu í landinu fann ég hjá mér löngun til þess að fara á þingpalla og hlýða á stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að kvöldi 12. september. Mig langaði til þess að vera viðstödd þegar fyrsta konan, sem leitt hefur ríkisstjórn á Íslandi, ávarpaði þing og þjóð við upphaf síðasta vetrar kjörtímabilsins. Ég leit á það sem sögulega stund. Jóhanna tók við stjórnartaumum við erfiðustu aðstæður frá stofnun lýðveldisins. Erfiðleikarnir reyndust ekki bara fólgnir í því risavaxna verkefni að reisa við efnahag þjóðar, sem haustið 2008 rambaði á barmi gjaldþrots, heldur hefur hún þurft að glíma við fádæma skort á samstöðu um viðfangsefnið, innan þings sem utan. Ég klæddi mig í vindjakkann, setti á mig rauðu prjónahúfuna, sem mig langaði til að taka ofan fyrir henni, og skundaði niður á Austurvöll í myrkrinu og suddanum.Víggirðing Mér brá í brún þegar ég kom að hárri víggirðingu úr járni sem náði frá Alþingisgarðinum, utan um bílastæði dómkirkjunnar, út á miðjan Austurvöll og þaðan að skrifstofum Alþingis í Kirkjustræti. Á bak við dómkirkjuna voru tveir stæðilegir lögreglumenn á vakt við virkið og þegar ég bað þá um að hleypa mér inn fyrir svo ég kæmist upp á þingpalla til að hlusta á Jóhönnu sögðu þeir að það væri bannað. Þeir upplýstu mig um að ég gæti séð stefnuræðuna í sjónvarpinu. Ég sagði að það væri ekki það sama og að fylgjast með af pöllunum. Ég teldi það borgaralegan rétt minn. Þeir bentu mér á að tala við starfsbræður sína við aðalinnganginn Kirkjustrætismegin. Ég gekk því yfir Austurvöll, þar sem nokkrir beljakar stóðu við bláar tunnur sem þeir börðu af miklum móð. Hávaðinn var ærandi og mér stóð ekki á sama. Löggurnar við Kirkjustræti voru engu fúsari en hinir til þess að hleypa mér inn svo ég sá þann kost vænstan að fara aftur heim. Ég staldraði við hjá styttunni af Jóni og horfði hrygg í átt að Alþingishúsinu og dómkirkjunni, þessum fallegu og yfirlætislausu byggingum, táknum sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta var eins og að horfa í átt að fangabúðum. Eftir nær fjögurra ára baráttu við eftirköst efnahagshrunsins leið alþingismönnum augljóslega eins og þeir hefðu verið kosnir til refsivistar en ekki virðingarverðs löggjafarstarfs.Egg og tómatar Þetta er fjórða haustið í röð sem ég fyllist hryggð við að ganga fram hjá Alþingishúsinu að lokinni þingsetningu. Húsið hefur verið útbíað í eggjum, tómötum, skyri og öðrum matvælum, ásamt ókjörum af klósettpappír, rúður í gluggum hafa verið brotnar og illyrtar orðsendingar til þings og ríkisstjórnar á miðum og mótmælaspjöldum legið eftir á stéttinni. Fyrir ári lá við slysi, þegar einn þingmaður fékk sendingu í höfuðið og féll í götuna. Við sama tækifæri vippaði forsetafrúin sér yfir reipið sem þá skildi að mótmælendur og löggjafarsamkunduna og hvarf út á Austurvöll. Í ár mætti hún ekki til þingsetningarinnar með forsetanum. Útreiðin á Alþingishúsinu er til vitnis um illa haldna og sundraða þjóð, þjóð sem fór út af sporinu í efnahagsmálum og glataði við það hluta af sjálfsvirðingunni. Sjálfsvirðing þjóðar og þings verður ekki endurreist með því að víggirða Alþingishúsið. Hún verður ekki endurreist með hótunum forsetans um að taka völdin af Alþingi og ríkisstjórn. Virðingin vex einungis með því að fleiri hafi hugrekki, þrek og úthald á borð við það sem Jóhanna hefur sýnt við að þoka málum til betri vegar eftir þingræðislegum leiðum, þrátt fyrir mótlætið. Þingið getur hrist af sér eggin og tómatana. Þingið getur öðlast fyrri virðingu með virðingarverðari vinnubrögðum. En þingmenn í lýðræðisríki geta ekki skýlt sér á bak við járntjald sem reist er á milli þeirra og hinna reiðu og vonsviknu. Járnvirki hindraði að ég gæti tekið ofan fyrir Jóhönnu 12. september. Eftir sem áður vona ég að henni takist að stýra ríkisstjórnarfarinu heilu í höfn á komandi vetri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar