Meirihluti fyrirtækja gerir upp í evrum Andrés Pétursson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli. Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur. Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram. Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein; „Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, kemur fram að árið 2011 hafi í fyrsta skipti meirihluti íslenskra fyrirtækja sem gera upp í erlendri mynt ákveðið að gera upp ársreikning sinn í evrum. Hingað til hefur Bandaríkjadollarinn verið vinsælasta uppgjörsmyntin. Þetta er áhugaverð staðreynd því dómsdagsspámenn í bloggheimum og einstaka fjölmiðill hafa í langan tíma reynt að sannfæra íslenskan almenning að evran sé ótækur gjaldmiðill og að Evrópa standi í ljósum logum. Það er greinilegt að þessi íslensku stórfyrirtæki eru ekki á sama máli. Þegar Alþingi ákvað árið 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu var eitt af markmiðunum að kanna möguleika á því að taka upp evru og koma þannig á stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í evrópsku efnahagslífi og aðildarviðræðurnar dregist á langinn. En það hefur ekkert breyst varðandi þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf er í fjötrum gjaldeyrishafta og fátt bendir til annars en að við þurfum á utanaðkomandi aðstoð að halda til að koma okkur út úr þeirri úlfakreppu. Hvort það er aðild að Evrópusambandinu sem getur aðstoðað okkur á eftir að koma í ljós því ekki er búið að ljúka viðræðunum. En eina leiðin til að komast að því er að ganga þá götu til enda sem Alþingi ákvað fyrir rúmum þremur árum. Síðan er það íslensku þjóðarinnar að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún er sátt við það sem úr þeim viðræðum kemur. Það er því sorgleg staðreynd að til séu pólitískir flokkar og hagsmunasamtök sem hamast eins og rjúpan við staurinn að útiloka íslenska þjóð frá því að kjósa um þetta stóra hagsmunamál íslensks almennings. Ekki er ljóst hverra erinda sumir forráðamenn þessara afla ganga því þeir hafa lýst því yfir að þeir myndu alltaf segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hve hagstæður samningur við ESB væri fyrir íslenskt samfélag! Mikil er ábyrgð þeirra manna sem halda þessu blákalt fram. Nýlega kom hópur áhrifafólks úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni, háskólasamfélaginu og öllum helstu stjórnmálaöflunum saman og sendi frá sér mjög beinskeytta yfirlýsingu. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að halda áfram með aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og að taka upp ný vinnubrögð í íslenskri pólitík. Lokaorð þeirrar yfirlýsingar eru mjög sterk og langar mig að gera þau að mínum lokaorðum í þessari grein; „Ekki er rökrétt að veikja stöðu Íslands með því að loka á einstaka kosti meðan ekki er vitað að aðrir séu færir. Við skorum því á fólkið í landinu að taka höndum saman um öfgalaus viðhorf, að beita áhrifum sínum til að þrýsta á stjórnmálaflokkana og treysta samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar."
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar