RSS straumar og atvinnuleit Óskar Marinó Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. Flestir atvinnuleitendur kannast eflaust við að skoða vefsvæði hjá fyrirtækjum, fjölmiðlum, ráðningarstofum o.s.frv. en fæstir vita að þeir geta auðveldað sér þessa vinnu með því að vera áskrifandi að RSS-straumi. RSS er skammstöfun fyrir Rich Site Summary en hefur stundum verið nefnt Really Simple Syndication eða mjög einföld fréttamiðlun. Til þess að vera áskrifandi að RSS-straumi þarf að vera með RSS-lesara. Það eru til mismunandi gerðir af RSS-lesurum en ég mæli hiklaust með Google Reader fyrir vafrann og Feeddler fyrir snjallsímann. Forritin eru tiltölulega einföld í uppsetningu og þar að auki frí. Kostir þess að vera áskrifandi að RSS-straumi er að atvinnuleitandi getur fylgst með birtingu efnis á vefsvæðum að eigin vali án þess að þurfa að fara á hvert vefsvæði fyrir sig. Atvinnuleitandi fær því nýjustu fréttirnar í fréttamiðilinn sinn sem sparar honum tíma og gefur honum heildaryfirsýn á atvinnuleitina. Það er að vísu smávægilegur galli á kerfinu en flest fyrirtæki gefa ekki valkost á því að vera áskrifandi að RSS-straumi en það er auðvelt að aðlagast því með að nýta sér vefsvæði sem bjóða upp á að breyta venjulegum vefsvæðum í RSS-straum. Atvinnuleitandi fær því tilkynningu um breytingu á vefsvæðinu en það kemur ekki með eins skipulögðum hætti og ef viðkomandi væri áskrifandi með eðlilegum hætti. Fyrir atvinnuleitendur sem vilja nýta sér þessa tækni mæli ég með að skoða eftirfarandi heimasíður og gerast áskrifandi að RSS-straumi þeirra: www.starfatorg.is, www.vmst.is, www.mbl.is, www.advania.is svo eitthvað sé nefnt. Einnig hvet ég aðrar skipulagsheildir sem hafa ekki sett upp valmöguleikann á RSS-áskrift fyrir laus störf að gera slíkt hið sama.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar