Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar