Tjónabílar þekja heilan flugvöll 5. janúar 2013 19:15 Hver metri flugbrautarinnar vel nýttur Alls skemmdust 230.000 bílar í fellibylnum Sandy í BandaríkjunumTjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Alls skemmdust 230.000 bílar í fellibylnum Sandy í BandaríkjunumTjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent